Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 196
194
Árbók Háskóla íslands
1956-1961, sat í byggingarnefnd Borgarspít-
alans 1958-1965, formaður Yfirlæknafélags
Reykjavíkur 1961-1966, formaður nefndar á
vegum Læknafélags Islands til endurskoð-
unar á Codex ethicus 1961-1966. I ritstjórn
Nordisk Medicin. Hann sat í stjórn Hjúkrun-
arskóla íslands 1963-1968. Trúnaðarlæknir
Flugfélags íslands hf. 1954-1974 og Flug-
leiða hf. frá 1974 og norska sendiráðsins
1960-1976. Hann var trúnaðarlæknir Borgar-
spítalans 1976-1980. Oskar var félagi í Vís-
indafélagi Islendinga, Dansk selskab for
intern medicin og Finska lákarselskapet.
Hann var heiðursfélagi Yfirlæknafélags
Reykjavíkur og Læknafélags íslands. Eftir
Óskar liggja veruleg ritstörf í læknisfræði
byggð á eigin rannsóknum (Lœknar á íslandi,
Rvk. 2000).
Sigurkarl Stefánsson
Sigurkarl Stefánsson, dósent í stærðfræði,
fæddist á Kleifum í Gilsfirði 2. apríl 1902 og
lést í Reykjavík 30. september 1995. For-
eldrar hans voru Stefán Eyjólfsson, bóndi á
Kleifum, og Anna Eggertsdóttir frá Kleifum.
Sigurkarl varð gagnfræðingur frá Akureyri
1920 og stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1923. Frá Kaupmannahafnarhá-
skóla lauk hann árið 1928 cand. mag. prófi í
stærðfræði með stjörnufræði, eðlisfræði og
efnafræði sem aukagreinar. Sigurkarl starfaði
á Veðurstofu íslands 1928-1929, var kennari
við Menntaskólann í Reykjavík 1928-1970,
þar af yfirkennari 1945-1970 og stundakenn-
ari 1970-1975 og prófdómari í stærðfræði í
máladeild 1977-1982. Hann var stundakenn-
ari við verkfræðideild Háskóla íslands 1940-
1970 og dósent 1970-1972; stundakennari
við Kennaraskólann 1929-1942 og Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar 1930-1944. Sat í rit-
stjórn Nordisk Matematisk Tidsskrift 1953-
1970; varaformaður raunvísindadeildar Vís-
indasjóðs 1962-1974. Sigurkarl var sæmdur
gullmerki Verkfræðingafélags íslands 1986
og riddarakrossi fálkaorðunnar 1984 (Verk-
frœðingatal, Rvk. 1996; Mbl., 6. og 7. okt-
óber 1995).
Rögnvaldur Þorláksson
Rögnvaldur Sveinn Þorláksson, yfirverk-
fræðingur, var fæddur í Reykjavík 26. apríl
1916. Hann lést 18. október 1995. Foreldrar
hans voru hjónin Þorlákur Kristinn Ófeigs-
son, byggingarmeistari, og Guðný Sveins-
dóttir. Rögnvaldur varð stúdent frá Mennta-
skólanum i Reykjavík 1936. Hann lauk
sveinsprófi í trésmíði 1937 og prófi í bygg-
ingarverkfræði i Þrándheimi 1943. Hann var
verkfræðingur við vega- og járnbrautalagnir 1
Noregi 1943-1944, aðstoðarverkfræðingur
við háskólann í Þrándheimi 1944-1945, verk-
fræðingur hjá Sigurði S. Thoroddsen 1945-
1947, verkfræðingur hjá Raforkumálastjóra
1947-1954. Hann var staðarverkfræðingur
við Laxárvirkjun II 1951-1953. Árið 1954
stofnaði hann ásamt öðrum fyrirtækið Verk-
legar framkvæmdir hf. og var framkvæmda-
stjóri þess til 1962. Rögnvaldur var fram-
kvæmdastjóri byggingarverktaka við Gríms-
árvirkjun 1955-1958, ráðgefandi verkfræð-
ingur frá 1962, settur aðstoðarframkvæmda-
stjóri Landsvirkjunar 1972 og byggingar-
stjóri 1973-1984 og var um tíma viðriðinn
allar helstu virkjanaframkvæmdir Lands-
virkjunar (Verkfrϗingalal. Rvk. 1996; Mbl.
27. október 1995).
Alan E. Boucher
Alan Estcourt Boucher, prófessor i
enskum bókmenntum, var fæddur í Froles-
worth í Leicestershire í Englandi 3. januar
1918. Hann lést í Reykjavík 10. janúar 1996.
Foreldrar hans voru hjónin Robin Estcouit
Boucher, deildarstjóri í breska flotamála-
ráðuneytinu, og Kathrine Veronica Burns.
Alan Boucher var nemandi í Winchester Coll'
ege í Hampshire 1932-1936, las ensku viö
Trinity College í Cambridge (English TripoS
I&II) og útskrifaðist þaðan með B. A. gráðu
1939; M. A. 1941. Á árunum 1939-1946 var
hann í breska stórskotaliðinu (síðast kapteum
við herforingjaráðið). Hann var í breska setu-
liðinu á íslandi 1940-1942. Að lokinni her-
þjónustu kenndi Alan við Ampleforth Coh'
ege í York 1946-1947, fluttist þá til íslands °g
var stundakennari við Námsflokkana 1
Reykjavík 1948-1950 og Háskóla ísUmds
1949-1950 jafnhliða fræðistörfum. Hann
hafði umsjón með kennslu í íslensku 1
Cambridge 1950-1951, og þar lauk hann
doktorsprófi 1951 með ritgerð um Hallfre°'
arsögu vandrœðaskálds. Á árunum 19M'