Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 400
398
Árbók Háskóla íslands
ur frá 1985, afhenti Páli Svanssyni stjórnar-
taumana 1991, sem lét þá ganga til Elínborg-
ar Guðnadóttur, núverandi formanns, 1994.
Formenn I. S. eru fulltrúar félagsins í stjórn
NAIF og sjá um að halda Norðurlandameist-
aramót og fundi sambandsins til jafns við hin
Norðurlöndin. Norðurlandameistaramót var
haldið hér síðast 1992. Var það í körfúknatt-
leik karla, og urðu okkar menn í öðru sæti.
Árið 1992 var einnig haldinn aðalfundur
NAIF hér á landi. Þetta sama ár fór fram
Norðurlandameistaramót í blaki í Tartu í Eist-
landi með þátttöku heimamanna. Þar hlutu
karla- og kvennalið í. S. silfurverðlaun. Árið
1993 keppti kvennalið í. S. í Norðurlanda-
meistaramóti í körfuknattleik í Luleá í Sví-
þjóð og varð í þriðja sæti. Árið 1994 var hald-
inn samstarfsnefndarfundurNAIF hérá landi.
Af öðrum samskiptum á sviði íþrótta við
erlenda háskóla má geta þess, að Örnólfur
Valdimarsson, læknanemi, keppti á Heims-
meistaramóti stúdenta í vetraríþróttum í
Sapporo í Japan 1991. I lann varð 12. í svigi,
sem er besti árangur, sem íslenskur stúdent
hefur náð í þeirri grein til þessa á slíku móti.
Hann varð jafnframt fyrstur Norðurlandabúa.
Helstu afrek keppnisliða í. S. hér á heima-
velli frá 1990 eru sem hér se^ir: Árið 1992
urðu bæði karla- og kvennalið Islandsmeistar-
ar í blaki, og urðu stúdínur einnig Bikarmeist-
arar í blaki sama ár. Árið 1994 endurtóku þær
þennan glæsilega árangur og urðu íslands-
meistarar og Bikarmeistarar. I körfiiknattleik
hefur verið við ramman reip að draga, því í. S.
er eina keppnisfélagið, sem um langt skeið
hefur ekki haft erlenda leikmenn í sínum röð-
um. Stærsti sigur stúdenta í körfuknattleik var
1991, þegar stúdínur urðu bæði íslandsmeist-
arar og Bikarmeistarar. Karlalið í. S. féll úr
úrvalsdeild 1989, en hefur staðið sig með
ágætum í 1. deild, og er allt útlit fyrir, að það
verði í verðlaunasæti á þessu keppnistímabili
(1995-1996) eins og á því síðasta, þar sem
þeir urðu í öðru sæti. Velgengni keppnisfólks
I. S. í blaki má m. a. þakka erlendum þjálfur-
um, sem félagið hefur haft undanfarin ár. Ber
þar að nefna Kínverjana Saho Shanwen og
Hou Ziao og Búlgarann Zdravko Demirev,
sem hefur séð um þjálfunina frá 1993. Helstu
þjálfarar keppnisliða stúdenta í körfuknattleik
undanfarin ár hafa verið Svali Björgvinsson,
Helgi Gústafsson og Elínborg Guðnadóttir.
íþróttamót Háskóla íslands
Frá því 1985 hefur Stúdentaráð Háskóla
íslands staðið árlega fyrir íþróttamóti í fiöl-
mörgum greinum íþrótta. Voru þessu moti
gerð góð skil í Árbók Háskólans 1988-1989.
Mót þetta, sem lýkur með íþróttahátíð, er
ákaflega ánægjulegur þáttur og vinsæll í fe'
lagslífi stúdenta eins og sjá má af þátttak-
endafjölda, sem oftast hefur verið á rnilh eitt
þúsund og tólf hundruð. Það skyggir á, að
mótið verður að mestu leyti að fara fram i
leigusölum, þar sem íþróttahús Háskólans er
allt oflítið fyrir helstu keppnisgreinarnar.
NIG-ráðstefna 1990
Eins og ég gat um i síðustu Árbók-
arskýrslu minni hafa íþróttastjórar og íþrotta-
kennarar við háskóla á Norðurlöndunum me
sér samtök „Nordens Idrættskonsulent
Gruppen," sem skammstafast NIG. Er skipst
á forystu í þessum samtökum, og kom þaí’'
minn hlut að sjá um gang mála 1988-1999-
Lauk ég því starfi með því að undirbúa og
um ráðstefnu og námskeið 1990. Var þátttaka
góð, og allt gekk sem best var á kosið.
Tækjasalur
Þegar vitneskja barst um það, að LytJ
fræði lyfsala færi af efri hæð íþróttahúss Ha'
skólans, vaknaði áhugi manna á því að lata
innrétta þar tækjasal fyrir þrek- og krafta®
ingar. Var þess farið á leit við rektor og na
skólaráð í janúar 1994, að hæðin fengist ti
þessara nota. í kjölfarið fylgdi áskorun sama
efnis frá 40 háskólakennurum. í ljós kom, a
fyrirhugað hafði verið að nota húsnæðið ti
annarra hluta, en nú mun vera fundin lausn
málinu og lítur út fyrir, að háskólaíþróttir ai
efri hæðina til sinna nota 1995. (Austursa ur
var innréttaður með 9 þrektækjum til e'n
staklingsþjálfunar og opnaður í apríl 199/t-
Viðgerð á íþróttaluisi ,,
Eins og margir vita er íþróttahús Há^°,
ans komið til ára sinna. Árið 1998 verða - a
liðin, frá því að það var tekið í notkun. I lus^
var vel byggt, og því hefur verið haldið ye
við. Þó er nú svo komið að skipta þarfum u 1
dyrahurðir og komast fyrir leka við glugS3
sal. Sumarið 1994 var salargólfið slípao o
lakkað, og er það enn sem fyrr eitt uS ^
íþróttasalargólf á landinu, vegna þess hve þa
fjaðrar vel við göngu, hlaup og stökk.