Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 24
22
Árbók Háskóla íslands
Það er engin tilviljun, að samhliða því,
sem þessi tækifæri opnast, hefur mennta-
málaráðherra haft forgöngu um ný lög, sem
sameina Rannsóknaráð ríkisins og Vísinda-
ráð í nýju Rannsóknarráði Islands. Þetta nýja
ráð hefur mun betri forsendur en eldri skipan
til að samtvinna grunnrannsóknir, hagnýttar
rannsóknir og þróunarstarf og nýta sér
reynslu atvinnulífs. Við Háskólann starfar
valið lið vel menntaðra kennara og sérfræð-
inga, og þangað streyma ungmenni með
ferskar hugmyndir. Starfslið rannsóknar-
stofnana atvinnuveganna og fyrirtækja býr
yfir mikilli sérþekkingu og langri reynslu úr
atvinnulífi, sem það getur miðlað til hinna
yngri í þjálfim til rannsókna. Þegar þessir
hópar vinna saman, ætti bestur árangur að
nást. Því verður ekki neitað, að nokkur kvíði
var meðal rannsóknarmanna, hvemig til tæk-
ist um skipun manna í hið nýja ráð. Til þess
var ætlast, að þar sætu menn með góða yf-
irsýn og langa reynslu af rannsóknum, sem
beittu sér fyrir framforum á öllum sviðum
rannsókna, en væru ekki fulltrúar hagsmuna-
hópa. Ráðherra hafði úr vöndu að velja, og
honum fórst það vel úr hendi. Það er ánægju-
legt fyrir Háskólann, hve margir úr hans röð-
um voru kvaddir til starfa í ráðinu, en þeir eru
ekki þar sem fulltrúar hagsmuna Háskólans,
heldur vegna þess trausts, er þeir njóta sem
reyndir rannsóknarmenn. I raun þarf engan
að undra, að menn með þessa reynslu og yf-
irsýn komi úr starfsliði Háskólans, sem hefur
menntað sig og sérhæft til rannsókna. Hitt er
miður, að enn hafa fá fyrirtæki landsins bol-
magn til að hafa menn með slíka reynslu í
þjónustu sinni. Árangur nýrrar skipunar
verður best dæmdur af reynslunni, sem fæst
af störfum ráðsins á komandi árum.
Meðal ánægjulegra nýmæla í starfsemi ráðs-
ins er Rannsóknamámssjóður, sem mennta-
málaráðherra kom á fót á síðasta ári og er nú
kominn í fastan sess á fjárlögum. Sjóðurinn
styrkir stúdenta til framhaldsnáms og rann-
sókna. Hann hefur þegar orðið stúdentum og
kennumm hvatning til dáða. Þjóðin hefur
hingað til lítið notið þess mikilvæga framlags,
sem stúdentar skila með rannsóknum í fram-
haldsnámi. Meðan þetta nám fer að mestu
fram erlendis, fara bæði Háskólinn og þjóðlíf-
ið á mis við frjóa hugsun og ósérhlífið fram-
lag áhugasamra framhaldsnema, og þeir ná
ekki skilningi á íslenskum atvinnuháttum,
þörfum vinnumarkaðar og takmörkunum
hans. Með þjálfun stúdenta til rannsókna get-
ur Háskólinn látið þekkingu sína og getu
nýtast sem best í þeirri nýsköpun og styrkingu
atvinnuvega, sem verður okkur lífsnauðsyn á
komandi árum. Enginn vafi er á því, að rann-
sóknartengt framhaldsnám við Háskóla Is-
lands mun auka nýsköpunarvirkni í þjóðfé-
laginu, og jafnframt hvetja verðandi vísinda-
menn til að takast á við þau viðfangsefni, sem
brýnt er að leysa hérlendis. Mikill áhugi er
meðal stúdenta að innritast til meistaranáms.
Sjóðurinn getur ekki sinnt nema litlum hluta
þeirra umsókna, sem til hans berast. Hann
verður því að velja strangt bestu námsmenn-
ina og bestu leiðbeinendurna og hafa hliðsjón
af vísindalegu gildi verkefnisins.
Meðal annarra nýmæla, sem áformuð eru
hjá hinu nýja Rannsóknarráði, verða stöður
rannsóknarprófessora og styrkir til þeirra,
sem lokið hafa doktorsnámi og vilja helja
störf hér við rannsóknir. Háskólinn hefur um
árabil notið styrks frá Islenska járnblendi-
félaginu til rannsóknarprófessors á sviði
eðlisfræði málma. Reynsla af þeirri stöðu er
til fyrirmyndar, og lítill vafi leikur á því, að
fleiri slíkar tímabundnar stöður gætu orðið
mikilvæg lyftistöng fyrir rannsóknir á nýjum
fræðasviðum.
Sem kunnugt er hefúr Háskólinn fengið
heimild á fjárlögum fyrir embætti prófessors
í fiskifræði. Miklar vonir eru tengdar við
þetta embætti, að það verði til að auka áhuga
stúdenta á námi í fiskiffæði og efla rannsókn-
ir Háskólans í fiskifræði í samvinnu við Haf-
rannsóknastofnunina og allan sjávarútveg í
landinu. Eftir vandlega umflöllun hefur það
orðið að ráði að fela forstjóra Hafrannsókna-
stofnunarinnar, Jakobi Jakobssyni, að gegna
þessu embætti næstu þrjú árin. Háskólinn tel-
ur sér það mikið happ að hafa fengið Jakob
til þessa embættis. Þessi skipan ætti einnig að
tryggja, að náið samstarf takist milli Háskól-
ans og Hafrannsóknastofnunarinnar um upp-
byggingu námsins og rannsóknir, sem því
munu tengjast. Háskólinn hefúr um langan
aldur átt mjög nána og ánægjulega samvinnu
við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins um
kennslu og rannsóknir í matvælafræði. Allar
stofnanirnar eiga vaxandi samvinnu við Há-
skólann á Akureyri, og þær standa saman að