Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 555
553
Rannsóknar- og þjónustustofnanir
Landsvirkjun, Vegagerð ríkisins, Reykjavík-
urborg og Viðlagatrygging íslands o. fl. hafa
styrkt verkefnin.
Vindverkfræði: Vindhraði og vindkraftar og
tengsl þeirra við umhverfisþætti hefur verið til
rannsóknar með tilliti til þess að skapa grund-
völl fyrir bætta hönnun mannvirkja, þar sem
tekið er fullt tillit til íslenskra staðhátta. Verk-
efnið skiptist þannig: Verkfræðileg lýsing
vindhraða. Markmiðið er að þróa stókastísk
líkön og lýsa ferli vindsins í tíma og rúmi. Sér-
stök áhersla er lögð á íslenska staðhætti.
Öflun upplýsinga um vindhraða með þarf-
lr byggingar- og umhverfisverkfræði í huga:
Unnið hefur verið tölfræðilega úr mælingum,
sem gerðar hafa verið á Dysnesi við Eyjafjörð,
Keilisnesi á Vatnsleysuströnd og í Reykjavík.
Úrvinnsla mælinga: Unnið er að þróun
greiningaraðferða til úrvinnslu vindmælinga.
Vindur og skipulagsmál: Markmiðið er að
afla upplýsinga um samspil vinds og mann-
virkja. Sérstaklega er fjallað um skjól og
hvernig haga beri byggðarskipulagi til þess að
öraga úr óæskilegum áhrifúm vindsveipa. Enn
fremur er fjallað um snjósöfnun og dreifingu
mengunar.
Vindálag: Unnið er að þróun líkana, sem
iýsa vindálagi og tengslum þess við vindhraða,
umhverfisþætti og eiginleika mannvirkja.
Vindsvörun mannvirkja: Líkön eru þróuð,
Sem segja fyrir um hegðun mannvirkja í vindi.
Lnn fremur er fjallað um tölulega greiningu á
áhrifuni álags.
Vindsveiflur húsa: Mæling og greining á
vmdsveiflum bygginga. Metin er sú hætta,
Sem burðarvirkjum húsa stafar af vindsveifl-
um, og lagt er mat á óþægindi íbúa vegna vind-
sveiflna.
Vindsveiflur skorsteina: Greining á vind-
sveiflum skorsteina (með hringlaga þversniði)
°Ö mnnsóknir á aðferðum til þess að daga úr
Peim.
Vindsveiflur hengibrúa: Greining á vind-
sveiflum hengibrúa og þróun hugbúnaðar til
rannsókna á þeim.
Hönnunaraðferðir: Þróaðar eru líkinda-
meðilegar aðferðir við hönnun mannvirkja,
Par sem vindáhrif skipta meginmáli. Áhersla
er lögð á beitingu töívu við hönnun (CAD/
. VE). Enn fremur er fiallað um áhættugrein-
mgu.
Vindorka: Aflað er þekkingar á hag-
nýtingu vindorku.
Vindtæknileg stöðlun: Safnað er upp-
lýsingum um áhrif vinds m. 1.1. mannvirkja-
gerðar, skipulagsmála o. fl.
Að þessum verkefnum hafa unnið Jónas
Þór Snæbjörnsson, M. Sc., Gunnar Baldvins-
son, M. Sc., Óðinn Þórarinsson, verkfræðing-
ur, Guðrún Þóra Garðarsdóttir, cand. polyt.,
og Símon Ólafsson, M. Sc., í samvinnu við
prófessor Erik Hjort-Hansen, Norges Tekn-
iske Högskole, Kamal Handa, Chalmers Uni-
versitet, prófessor Dorothy Reed, University
of Washington, prófessor Jónas Elíasson,
prófessor Júlíus Sólnes og Trausta Valsson,
dósent. Rannsóknarsjóður Háskóla íslands,
Vísindaráð og ýmis ráðuneyti, fyrirtæki og
stofnanir hafa styrkt verkefnin.
Sigurður Eriingsson, Ph.D., dósent
Sveiflueiginleikar jarðefna: Tilgangur verk-
efnisins er að afla þekkingar á reiknilíkönum,
sem lýsa áhrifum jarðskjálfta, sprenginga og
hvers konar titrings á mannvirki. Á tímabilinu
hefúr verið unnið að athugunum á mismun-
andi aðferðuin, sem líkja eftir útbreiðslu
bylgna í jarðefnum. Samstarf hefúr verið haft
við prófessor Anders Bodare við Kungliga
Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.
Önnur verkefni: Unnið var að fjölmörgum
þjónustu- og samvinnuverkefnum s. s. í ljós-
tækni og landmæiingum, og starfsfólk stof-
unnar tók þátt í ýmsum nefndarstörfúm m. a.
í orðanefnd byggingarverkfræðinga. Það
annaðist kennslu í verkfræðideild og leið-
beindi nemendum í lokaverkefnum, tók þátt í
kynningarstarfsemi innan og utan Háskólans,
sótti ráðstefnur og flutti erindi.
Ljóstæknistofa
Starfslið: Gísli Jónsson, prófessor, Óðinn
Þórarinsson, verkfræðingur, Astrid Albold,
Sigurgeir Tryggvason og fleiri verkfræði-
stúdentar.
Samvinna: Ragnar Sigbjörnsson, prófessor,
forstöðumaður Aflfræðistofu Verkfræði-
stofnunar H. í., Guðmundur S. Jónsson, dós-
ent í læknisfræðilegri eðlisfræði við lækna-
deild H. í., Hrafn Tulinius, prófessor í heil-