Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 62
60
Árbók Háskóla íslands
skóla. Tengslin við útlönd munu auðvelda
samvinnu við erlenda háskóla og ijúfa þá ein-
angrun, sem við höfum búið við vegna legu
landsins.
Jafnhliða væntanlegri löggjöf um háskóla-
stigið hefur háskólaráð í samráði við mennta-
málaráðherra skipað nefnd til að gera heildar-
endurskoðun á lögum um Háskóla Islands.
Það ýtir á endurskoðun, að Alþingi hefur sett
ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins, sem færa verulegar skyldur frá mennta-
málaráðuneytinu til Háskólans og auka sjálf-
ræði hans og ábyrgð. Spyrja má, hvernig
stjórnkerfi Háskólans sé undir þessi nýju lög
búið. Margt í lögum og stjórnkerfi Háskólans
er ekki í takt við nýrri tíma og hindrar eðlilega
þróun skólans. Meðal atriða, sem endurskoða
þarf, eru valdsvið rektors og deildarforseta,
æðsta stjórnsýsla, skipan háskólaráðs, deilda-
skipting, stjómun og sjálfræði deilda, skipan
rannsóknarstofnana, inntaka nemenda, ráðn-
ingarferli og hæfiskröfur til starfsmanna við
nýráðningu og framgang í starfi, réttur Há-
skólans til að eiga og reka fyrirtæki og réttur
hans til að leita IJárstuðnings til kennslu og
rannsókna víðar en hjá ríkissjóði. Markmiðið
er, að lögin auðveldi Háskólanum að gegna
hlutverki sínu og veiti stúdentum og öllum
starfsmönnum Háskólans sem best skilyrði til
starfa. Þess er að vænta, að fyrstu hugmyndir
að endurskoðuðum lögum verði kynntar inn-
an Háskólans á komandi vori, en nefhdin skili
drögum að frumvarpi í lok sumars.
Að þessu sinni getur Háskólinn ekki kvart-
að umfram aðra vegna fjárveitinga á fjárlög-
um. I erfiðri stöðu vegna markmiðs um halla-
laus fjárlög var Háskólanum hlíft við niður-
skurði, og sýnir það góðan skilning mennta-
málaráðherra á vanda Háskólans. Raunaukn-
ing fjárveitingar til kennsludeilda er um 38
m. kr., ný fjárveiting 7,2 m. kr. kemur til rann-
sóknarnáms, ritakaupafé Landsbókasafns og
Háskólabóksafns hækkar um 12 m. kr. og rita-
kaupasjóður Háskólans, sem undanfarin ár
hefur verið hjá Landsbókasafni á fjárlögum, er
nú aftur færður undir fjárveitingar Háskólans í
samræmi við samkomulag milli stofnananna.
Hins vegar lækkar fjárveiting til yfirstjórnar
og sameiginlegra útgjalda um 15 m. kr. Aukn-
ingin til kennsludeilda ætti að duga til að reka
óbreytta kennslu án þess halla, sem var á síð-
asta ári. Fjárveitingin til rannsóknarnáms er
mikilvæg byrjun til að búa í haginn fyrir eitt
mesta framfaramál í rannsóknarstarfsemi Há-
skólans og samstarf hans við aðrar rann-
sóknarstoftianir og atvinnulíf. Hins vegar er
ekki svigrúm til nýmæla, sem hefðu aukinn
kostnað í för með sér. Af nýmælum, sem því
miður verða enn að bíða, má nefha meistara-
nám í tölvunarfræði og nám í iðjuþjálfun, sem
Háskólinn teldi mjög æskilegt að geta boðið,
en fjármagna þyrfti með nýjum fjárveitingum
úr ríkissjóði eða stuðningi frá öðrum aðilum.
Meðal nýmæla, sem efnt verður til innan gild-
andi fjárhagsramma, má nefna námskeið um
íslenska menningu, sem ætluð eru erlendum
skiptinemum, námskeið til að unnt verði að
nema kvennafræði sem aukagrein og þróun
námsefnis í tölvunarfræði fyrir nemendur í
hug-, félags- og heilbrigðisgreinum svo að
unnt verði að gefa öllum nemendum Háskól-
ans kost á að velja tölvunarfræði sem auka-
grein í námi og þeim, sem lokið hafa námi án
þekkingar í þessum fræðum, kost á endur-
menntun á þessu sviði. Með þessu vill Háskól-
inn koma til móts við þá miklu þörf, sem upp
er komin í hugbúnaðar- og margmiðlunariðn-
aði fyrir starfsmenn með þessa þekkingu. Þá
standa vonir til, að fjárveitingin til rannsóknar-
náms geri m. a. kleift að efna til meistaranáms
í viðskiptafræði næsta haust, en fyrstu nemar,
sem ljúka B. S. prófi í viðskiptaffæði, munu
verða brautskráðir í vor.
Til lengri tíma litið er það eitt brýnasta
hagsmunamál Háskólans að fá samræmi milli
þeirrar skyldu, sem honum er gerð með lög-
um, að veita viðtöku til náms öllum stúdent-
um, sem til hans sækja og þeirra ijárveitinga,
sem kennslunni eru ætlaðar. Samanburður við
erlenda háskóla sýnir, að verulega skortir á
fjárveitingar til að geta veitt stúdentum sam-
bærilega þjónustu og þeir njóta við erlendu
háskólana. Þegar þar við bætist, að fjárveiting
eykst ekki sem nemur íjölgun nemenda, getur
Háskólinn ekki til lengdar tryggt nemendum
þjónustu, sem stenst erlendan samanburð.
Prófin taka mið af alþjóðlegum kröfum.
Minni þjónusta við hvem nemanda gerir þeim
erfitt að standast þessar kröfur og fleiri tefjast
í námi eða hverfa frá því án árangurs. Háskól-