Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 529
527
Bgnnsóknar- oq þjónustustofnanir
Skjalasafn Háskóla íslands
1991-1997
Hlutverk Skjalasafnsins er söfnun og
varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda
Háskólans og stofnana hans til notkunar fyr-
lr Háskólann, stjórnvöld, stofnanir og ein-
staklinga. Ef unnt er að segja, að ijármál Há-
skólans séu orkugjafi skólans, þá er Skjala-
safnið minni hans. Þar er að finna vitnisburð
um stjórn, kennslu og rannsóknir við Háskól-
Löngu eftir að allir núlifandi starfsmenn
‘>askólans hafa safnast til feðra sinna og
®®ðra, mun skjalasafnið lifa áfram sem vitn-
'sburður um starfsemi Háskóla íslands.
Stjórn og starfslið
Frá árinu 1987 til ársins 1994 áttu sæti í
stjórn Skjalasafns Háskóla íslands Sigrún
|klara Hannesdóttir, prófessor, formaður,
Sveinbjörn Rafnsson, prófessor, og Erla El-
tasdóttir, aðstoðarháskólaritari. Mjög hafði
Hregið úr starfi stjórnar á árunum 1992-1993,
fyrir þann tíma hélt stjórnin fimm til tíu
Undi á ári. Hinn 3. febrúar 1994 var kjörin
"7 stjórn fyrir Skjalasafnið, og hana skipa
uðmundur Hálfdanarson, dósent, formaður,
°uglas Brotchie, forstöðumaður, og Þóra
vkignúxdóttir, framkvæmdarstjóri. Magnús
uðrnundsson, skjalfræðingur, hefur gegnt
starfi skjalavarðar ffá 16. ágúst 1988. Á árun-
um 1994-1995 voru þær Helga Jónsdóttir,
uha Garðarsdóttir og Þorgerður ína Gissur-
ardóttir ráðnar samtals í 12,5 mánuði við
. ,'ð til að sinna afmörkuðum verkefnum,
sJa uniíjöllun undir „Styrkir úr atvinnuleysis-
tryggingasjóði.“
‘kðföng
Reglulega hafa borist stórar og smáar
s jalasendingaf frá ýmsum skrifstofum Há-
olans, jafnt frá stjórnsýslu sem deildum.
’uinig hafa formenn nefnda afhent skjöl, og
orstöðumenn stofnana og skora hafa skilað
||,.s®r sKjölum. Of langt mál yrði að telja það
1 upp hér, og vísast því til aðfangabókar og
tah|kýrSlna S^ja'asatnsins- Hér verða þó
l ar upp afhendingar, sem ekki teljast til
,ess sjúlfsagða og venjulega.
Skjalasafn Hjúkrunarskóla íslands, 129
oskjur, sem Þorbjörg Jónsdóttir, fv.
skólastjóri, afhenti. Námsbraut í hjúkrun-
arfræði í Eirbergi varðveitir safnið.
• Skjalasafn Félags stundakennara við Há-
skóla íslands 1984-1988 frá Vilhjálmi
Ámasyni, dósent.
• Málfríður Bjarnadóttir, lyfjafræðingur,
gaf ljósmynd af læknakandídötum, en
meðal þeirra var faðir hennar, Bjarni
Snæbjörnsson.
• Háskólabókasafn afhenti Skjalasafninu
sex myndaalbúm frá stjórn Stúdentafé-
lagsins 1967-1968, og flórar teikningar
af háskólabíóinu „Breiðablik,“ sem átti
að reisa milli Austurstrætis og Hafnar-
strætis.
• Sverrir Tómasson, sérfræðingur á Árna-
stofnun, afhenti handrit að doktorsritgerð
sinni Formálar islenskra sagnaritara á
miðöldum. Rannsókn bókmenntahefðar.
Reykjavík 1987.
• Ein stærsta afhendingin var skjalasafn
Þóris Kr. Þórðarsonar, prófessors í guð-
fræði, sem Jakobína Finnbogadóttir,
ekkja hans, afhenti 17. ágúst 1995. Safn-
ið inniheldur bréf, greinar, rannsóknarit-
gerðir, fyrirlestra, blaðaúrklippur o. fl.
• Arnljótur Björnsson afhenti 18 dóm-
nefndarálit frá árunum 1971-1994.
• Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happ-
drættis Háskólans, sendi Skjalasafninu
tvær brjóstmyndir af Alexander Jóhann-
essyni, eina úr málmi og aðra úr gifsi.
Reglur Skjalasafns Háskólans
Á árinu 1990 voru skrifuð drög að reglum
fyrir Skjalasafnið, og hinn 21. nóvember 1991
samþykkti háskólaráð, að skjalasafnið væri
stofnun, sem heyrði beint undir háskólaráð og
vísaði málinu til reglugerðarnefndar. Eftir
hennar meðferð voru reglurnar endanlega
samþykktar í háskólaráði hinn 26. ágúst 1993.
Reglur Skjalasafnsins eru svohljóðandi:
1. gr. Skjalasafn Háskóla íslands
Skjalasafn Háskóla íslands er sjálfstæð
stofnun sem heyrir undir háskólaráð.
2. gr. Stjórn Skjalasafnsins
Háskólaráð skipar Skjalasafninu þriggja
manna stjórn til þriggja ára í senn. Kjörtíma-
bil stjórnar skal miðað við upphaf háskóla-
árs. Stjórnin skal þannig skipuð: Tveir skulu