Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 26
24
Árbók Háskóla íslands
ingu þessara einkatölva. Þar hefur Reikni-
stofnun haft forustu um byggingu háhraðanets
og rekur svonefnda „Intemet“-tengingu við út-
lönd, sem Hafrannsóknastofnunin hafði for-
göngu um. Tölvusamskipti við önnur lönd fara
ört vaxandi, en án þeirra væri rannsóknarsam-
vinna milli landa óhugsandi. I septembermán-
uði síðastliðnum fóm 75.000 tölvupóstskeyti
um netið til útlanda, tvöfalt fleiri en í sama
mánuði í fyrra. Flutningsgeta innanlands er
víða orðin 10 milljón bitar á sekúndu. Með
þeim hraða tekur um eina sekúndu að senda
miðlungs skáldsögu milli heimshoma. Nú er
glerþráður kominn yfir Atlantshafið og tengd-
ur með grein á land hér. Með honum opnast
okkur álíka flutningshraði til annarra landa, ef
við getum greitt aðgangseyrinn.
Hefðum við spurt forsvarsmenn atvinnu-
lífs fyrir 30 ámm, hvort þeir hefðu þörf fyrir
350 tölvunarfræðinga, hefði svarið verið hik-
laust nei, og þeir hefðu jafnvel ekki skilið,
hvað okkur gengi til með slíkri fásinnu. Þessi
fræði væru bara á færi stórfyrirtækja, og við
ættum að láta okkur nægja að veiða fisk og
kaupa tæknina. En svo er framsýni Háskól-
ans fyrir að þakka, að við eigum nú fjölda vel
menntaðra tölvunarfræðinga, sem geta skip-
að okkur í fremstu röð á sviði upplýsinga-
tækni, ef við skiljum kall tímans. Þetta dæmi
sýnir kannski betur en margt annað, að vegir
framfara og framtíðar em líkt og vegir Guðs
órannsakanlegir. Eina haldreipið er traust trú
á gildi menntunar og góðra skóla.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskól-
ans um árangur ykkar í námi. Háskólinn er
metinn eftir menntun þeirra, sem frá honum
koma, hvort sem það er til frekara náms í
öðrurn háskóla eða til starfa í þjóðfélaginu.
Við vonum, að ykkur farnist vel og þið berið
héðan staðgott vegarnesti.
Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita
ykkur aðstoð og stuðning og hverja þá við-
bótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa og
hann megnar að veita. Við þökkum ykkur
ánægjulegt samstarf og samveru og óskum
ykkur og fjölskyldum ykkar gæfú og gengis á
komandi árum. Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 4. febrúar 1995
Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson,
ráðuneytisstjóri, kœru kandídatar og gestir,
ágœtir samstarfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar og brautskráningar
kandídata. Við fögnum hér þeim mikilsverða
árangri, sem þið kandídatar hafið náð með
langvinnu námi. Háskólaprófið er mikilvæg-
ur áfangi í lífi hvers stúdents. Við flytjum ykk-
ur velfarnaðaróskir Háskólans og vonum, að
sú kunnátta, sem þið hafið hlotið hér, verði
ykkur drjúg til allra verka. Háskólinn nýtur
þess, að til hans sækir efnilegt námsfólk, sem
gerir miklar kröfúr um gæði kennslu og hag-
kvæmt námsskipulag. Styrkur Háskólans er
ekki síst fólginn í þessum öfluga nemenda-
hópi, sem gerir sér grein fyrir því, að framtíð
íslensks þjóðfélags veltur á góðri menntun.
í byrjun árs er okkur tamt að horfa um stund
til baka, draga lærdóm af reynslunni og hugsa
ráð okkar á komandi ári. Fjölmiðlamir stýra
dægurumræðu okkar að miklu leyti. Þeir leit-
uðu um þessi áramót sem fyrr álits stj ómmála-
leiðtoga og forustumanna helstu samtaka at-
vinnulífs um liðið ár og horfur í þjóðmálum.
Eftir venju snemst ummæli þeirra mest um
efnahagsmál, væntanlega kjarasamninga og
horfúr í þeim atvinnuvegi, sem hverjum stóð
næst. Sem áhugamaður um skólamál lagði ég
eyrun sérstaklega eftir stefnu þeirra í mennta-
málum. Þar varð ég hins vegar fyrir nokkrum
vonbrigðum. Þótt menntamál hafi verið tölu-
vert áberandi í þjóðmálaumræðu á liðnu ári,
var það aðeins einn stjómmálaleiðtoganna
sem vék lítillega að þeim sem mikilvægu mál-
efni í komandi kosningabaráttu. Nokkrir for-
ustumenn samtaka atvinnulífs nefndu þörf fyr-
ir vel menntað starfsfólk. Einna skýrast kom
áhugi á menntamálum fram hjá forseta
Alþýðusambands íslands í umræðu um at-
vinnustefnu sambandsins og þörf fyrir bætta
verk- og tæknimenntun þjóðarinnar. Enginn