Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 30
28
Hlín
eldri, og var víðkunn fyrir glæsimensku og hagleik. Eink-
um var þeirra dætra Jóns Sigurðssonar víða getið í út-
lendum sem innlendum ritum. Eru enn til gripir, sem
sýna handbragð þeirra, svo sem hökull í kirkjunni í
Möðrudal. — Er þessa getið hjer sökum þess, að einkenni
Möðrudalsættarinnar hafa mjög komið fram hjá afkom-
endum Arnþrúðar frá Möðrudal, og eigi síst Kristveigu í
Skógum og nánustu ættingjum hennar.
Kristveig ólst upp í Skógum hjá foreldrum sínum. En
sá bær hefur í langa tíð verið meðal fremstu heimila hjer-
aðsins. Á uppvaxtarárum hennar dvaldi þar Sigurveig
Sigurðardóttir, föðurmóðir hennar, sem þá var orðin ald-
urhnigin, fædd árið 1813, dáin 1902. Var Kristveig eftir-
læti gömlu konunnar, og hefur vafalaust átt henni margt
gott að þakka, einkum kunnáttu í íslenskum fræðum og
ýmiskonar handavinnu og tóskap.
Mest hinna fornu fræða, sem Kristveig lærði hjá ömmu
sinni munu hafa farið með henni í gröfina. Öðru máli
var að gegna með dugnað og myndarbrag gömlu konunn-
ar. Þeir kostir fylgdu Kristveigu alla æfi hennar og gengu
í arf til afkomenda hennar.
Á þeim árurn sem Kristveig ólst upp, var fræðsla barna
og unglinga mjög skamt á veg komin hjer á landi. í þess-
um efnum var heimilið í Skógum mjög undantekning.
Björn og Arnþrúður, foreldrar Kristveigar, voru vel að
sjer í almennum fræðigreinum. Mun þar hafa notið
hinna mætu presta, sem voru á Svalbarði uppvaxtarár
þeirra. — Bókakostur var mikill og góður á heimilinu,
þar á meðal margar erlendar fræðibækur. Þau hjónin
kendu sjálf börnum sínum, og höfðu Guðmund Hjalta-
son sem heimiliskennara í mörg ár. Auk þess voru þar
smíðakennarar. T. d. kendi Þorsteinn Benjamínsson
Jóni, bróður Kristveigar, söðlasmíði. — Og námið í Skóg-
um varð ekki árangurslítið. Um það bar heimilið að
mörgu leyti ljósan vott.
Um Kristveigu má afdráttarlaust segja, að hún bar þeg-