Hlín - 01.01.1951, Síða 149

Hlín - 01.01.1951, Síða 149
Hlín 147 vjelina, bæði fyrir fjelagið sjálft og svo fyrir konur, sem það vilja. — Fjelagið á vefstól, sem það keypti af konu á Akureyri. Kvenfjelagið gaf 27,454 kr. til sundlaugarinnar. Frá Heimilisiðnaðarfjelagi Fáskrúðsfjarðar vorið 1951: Þú spyr um vinnubrögð okkar. Við höfum keypt ull og tekið ofan af henni og fengið hana kembda í lopa og unnið það í nærföt og sokka ,en togið og verri ull höfum við í stoppteppi, grófa leista og sjóvettlinga. En framleiðslan er altof lítil hjá okkur samanborið við eftir- spurn á prjónavörum. — Fjelagið á tvíbreiðan vefstól með öllu tilheyrandi. Nemandi Tóvinnuskólans á Svalbarði skrifar: Jeg er búin að fá vefstól til notkunar í vetur, en lítið farin að vefa ennþá, í vefstólnum eru tvær bekkábreiður, og jeg hef hugsað mjer að vefa flosmottu og borðrenninga, þegar þær eru búnar. — Haustverkin hafa tekið sinn tima. Svo er líka hjerna prjónavjel um tíma. Jeg er að keppast við að prjóna sem mest jeg get á hana, meðan hún er, þetta er sameignarvjel. Jeg prjón- aði mjer peysu úr bandinu, sem gekk af náttermunum, sem jeg tætti í og prjónaði hjá ykkur á Svalbarði síðastliðinn vetur, margir hafa spurt mig hvar jeg hafi fengið svona fallegt garn. Jeg hef nýlega heimsótt skólasystur mína frá Svalbarði. Hún sýndi mjer mikið af bandi af ýmsum litum, sem hún hefur verið að jurtalita úr mosa og gulviðarlaufi undanfarna daga. Sagði hún að þetta væri í fyrsta skiftið, sem hún litaði sjálfstætt, og gekk það prýðilega hjá henni. — K. Altarið í Drangey. „Altari“ hefur klettastallur einn verið nefndur, þar sem bjargið rís þverhnípt og þarf að handstyrkja sig á festi síðasta áfangann upp á eyna. — Við altarið áttu allir að gera bæn sína, áður en þeir byrjuðu hið ábyrgðarmikla og áhættusama starf sitt að síga í björgin. — Yfir altarinu var trjetafla og skorið á hana Faðirvor. — Tafla þessi er löngu glötuð. — Á s. 1. ári fór aldraður bóndi á Reykjaströnd fram á það við sýslunefnd Skagafjarðarsýslu að tafla þessi yrði endurnýjuð. Tók nefndin því vel. — Nú hefur merkur iðjuhöldur í Reykjavík látið gera stálplötu úr ryðfríu stáli með Faðirvori greyptu í stálið, og af- hent sýslunefndinni að gjöf. — Plötunni mun verða komið fyr- ir yfir altarinu á þessu sumri. 10*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.