Hlín - 01.01.1951, Page 112

Hlín - 01.01.1951, Page 112
110 Hlin Til að bæta dálítið úr þessu, hefur komið til álita, hvort ekki væri haganlegt að gera kort, sem öll væru söm að stærð og gerð, en breytt að litum eftir verðgildi þeirra. Upphæð hvers korts skyldi vera kr. 5,00, 10,00, 20,00, 50,00 eða 100,00. — Kortin þurfa að vera einkar snotur og eiguleg, svo fólk hefði gaman af að eiga þau og gefa. — Þar sem kort þessi yrðu tákn gjafarinnar, þurfa þau að vera þannig úr garði gerð, að þægilegt sje að halda þeim saman. — Gefandinn kaupir þá slík kort og síðan lætur viðtakandi skrá upphæðirnar í bók, er væri sjerstaklega ætluð fyrir slíkar innstæður. — Mundi hverju ferm- ingarbarni ekki síður þykja gaman að fá 20 til 100 kort á kr. 5,00 eða kr. 10,00 hvert kort, en jafnmörg símskeyti. Ef börnum væri við ýms tækifæri gefin slík kort, mundu þau geta átt álitlega upphæð, er þau væru komin á legg, og gæti það orðið góð stoð sem námsfje eða við stofnun eigin heimilis. Einnig er jeg sannfærð um, að mörg húsmóðirin vildi gjarnan fá slík gjafakort við ýms tækifæri. Gæti hún þá safnað þeim saman til kaupa á einhverjum hlut eða tæki, er heimilinu kæmi vel að eiga, en erfitt mundi vera að fá fje til á annan hátt. — Einnig gæti hún notað andvirði kortanna sem orlofsfje. Það er ólíkt skemtilegra að senda slík kort til vina og kunningja, heldur en verðgildi þeirra í peningum, elleg- ar að kaupa ýmsa hluti eða einhverja bók, aðeins til þess að gefa eitthvað, án þess að vita, hvort viðtakandi liafi gaman eða gagn af gjöfinni. Kortin geta í einfaldleik sínum og látleysi varðveitt minninguna um góðan hug gefandans um langan aldur. Þess er líka að vænta, að margur gæti sparað sjer saman sjálfur í smávarasjóð með því að kaupa sjer eitt kort, alt eftir efnum og ástæðum í hvert sinn, og nota fje þetta, ef eitthvað sjerstakt þætti við þurfa. Þannig má á margan hátt, og á fleiri vegu en hjer eru taldir, notfæra sjer gjafakortin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.