Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 135
Hlín
133
garð, en hvað um það, bömin lærðu að sitja kyr og bera virð-
ingu fyrir athöfninni. — Þá var einnig stundum farið með börn
í kynnisferðir til vina og vandamanna foreldranna. — Ein slfk
ferð er mjer sjerstaklega minnisstæð, því bæði var hún nokkuð
löng og mjög fróðleg. Á Tjörnum, fremsta bæ í Eyjafirði að
austan, bjuggu þá hjón, sem voru skyld og kunnug foreldrum
mínum. Þau komu oft við hjá okkur, þegar þau voru á ferð, og
höfðu þá oft boðið okkur að koma. — í þessa ferð var svo lagt
upp einn sólbjartan sunnudag á sumri. Við systumar vorum þá
það stórar að við gátum riðið einar. Nú sá jeg með eigin augum
alla bæina, sem jeg að vísu kunni nokkur skil á áður, því jeg
hafði lært bæjaröðina og vissi um flesta ábúendur í hreppnum.
Þarna sá jeg Hólavatn og er mjer minnisstætt, hvað mjer þótti
gaman að ríða meðfram því. Á Tjörnum var okkur tekið opnum
örmum af hinni gestrisnu frændkonu okkar og manni hennar.
Þar fjekk jeg í fyrsta sinn þeyttan rjóma út í súkkulaði og fín-
ar kökur með. — Þannig atvikaðist það, að jeg kyntist fyrst,
nokkuð til hlítar, fremstu bygð Eyjafjarðar, áður en jeg leit
augum höfuðstað Norðurlands.
Svo gerðist það vorið 1891 að við fluttumst frá Hrísum í Saur-
bæjarhreppi að Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi. Margt man
jeg í sambandi við þann flutning, sem ekki verður hjer skráð.
Jeg var þá níu ára og sá eftir að yfirgefa bernskustöðvarnar, en
eftirvæntingin og tilhlökkunin að kynnast nýju umhverfi, var
líka mikil, og veit jeg varla hvort mátti sín meira.
Við fluttum í fardögum um vorið. Áður hafði jeg ekki komið
lengra en að Melgerði. Nú var haldið áfram út Melgerðismelana
og brátt opnaðist nýr sjóndeildarhringur. Sveitin lá opin fram-
undan, en það sem við vorum að yfirgefa hvarf sjónum. Fjöllin
tóku myndbreytingum. Vaðlaheiðin smá rjetti úr sjer og virtist
nú liggja í mjúkum sveig frá suðaustri til norðvesturs. Þarna
stóð Kerlingin þráðbein í vestrinu, og hafði nú fengið alt aðra
lögun. Áður hafði jeg sjeð hana frá hlið ,en nú var hún ólíkt
tignarlegri, þar sem hún lyfti kollinum með flugháum hamra-
beltum hátt yfir sveitina. Svo náðum við áfangastað og vorum
nú aðeins 12 km. frá Akureyri.
Fyrir mig voru þetta tímamót. Hinir rósrauðu sólskinsdagar
bernskunnar voru liðnir og komu ekki aftur í sömu rriynd.
Ekkert var talað um kaupstaðarferð þetta sumar og ekki það
næsta. En sumarið 1893 var ráðgert að lofa okkur í kaupstað.
Mun það þá hafa þótt tímabært að lofa okkur að sjá kaupstað-
inn og einnig mun það hafa nokkru um valdið, að mömmu
langaði til að fá myndir af okkur. Var nú ferð þessi ákveðip