Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 155
Hlin
153
En svo langar mig að geta þess styrks, sem þessi námsskeið
njóta heima í sínu hjeraði. — Hreppsnefnd Þingeyrarhrepps
hefur ávalt reynst þessum námsskeiðum skilningsrík, því hún
hefur lánað þinghús hreppsins, með ljósi og hita, endurgjalds-
laust til kenslunnar. Ber henni þökk og heiður fyrir að lið-
sinna okkur svona vel. — Ef þinghúsið hjer væri ekki til í
þorpinu, þá skil jeg ekki hvar væri hægt að fá húspláss til
kenslu. — G. B.
Ung kaupstaðakona skrifar:
Mjer hefur reynst ágætlega að hafa grisjupoka (ketpoka),
sem altaf fellur svo mikið til af, fyrir bekkjartuskur í eldhúsi.
En það verður að leggja pokann margfaldan og staga hann vel
saman ,svo tuskan verði þjett og sterk, þá endist hún mikið
lengur. Og altaf eru þær hvítar og þrifalegar þessar tuskur
því þær taka svo vel þvotti. — Það er ósköp leiðinlegt að sjá
bekkjatuskur ljótar og druslulegar, úr gömlum fötum, flækjast
um borð og bekki, ætti æfinlega að hengja þær upp á snaga við
hendina eftir notkun.
Jeg vona að húsmæðraskólarnir brýni fyrir nemendum sín-
um hentugar og fljótlegar aðferðir við ýmislegt í eldhúsi, sem
einnig miðar að þrifnaði og reglusemi. — Eins og t. d. að láta
hlutina jafnóðum á sinn stað eftir notkun, svo alt sje ekki í
graut á eldhúsborðinu að matargerð lokinni.
Það ætti ekki að bregðast að handbursti sje við hverja ein-
ustu þvottaskál á íslandi. — Kennið börnum og unglingum
strax að nota þá. — Það er ógeðslegt að sjá menn setjast til
borðs og ganga til sængur með illa hirtar hendur, svo rík sem
við íslendingar erum af indælu, hreinu vatni.
Kalda vatnið kemur mjer upp,
kippir doða úr taugum,
verkir sjatna um hrygg og hupp,
hverfur roði úr augum.
(Vísan er eignuð Guðmundi, skrifara, föður dr. Valtýs.)
Ung kaupstaðakona skrifar:
Ljósmæðurnar okkar, góðu, kenna okkur að hafa ullarstykki
(helst íslenska ull) utanum litlu börnin okkar, því oft fá þau
kveisustingi, og þá er um að gera að hafa hlýtt um kviðinn. —
En það eru fleiri en smáböm, sem hafa þörf fyrir hlýtt stykki
utanum sig, þegar lasleiki gengur, magaveiki eða kvef.
Jeg þekki konu, sem aldrei fer svo í ferðalag ,að hún hafi ekki