Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 32
30
Hlin
eldri en Kristveig, mannkosta- og atgerfismaður með
mikla lífsreynslu.
Eins og vænta mátti, var efnahagur Skógaheimilis
fremur þröngur í æsku Kristveigar og systkina hennar. Er
þau kornu til aldurs og þroska tók hann mjög að batna.
Bræður Kristveigar, Jón, Sigurður og Björn, bjuggu á
jörðinni hálfri móti systur sinni og Gunnari. Áttu þau
öll þátt í því, að heimilið jókst að áliti og rausn.
Um mörg fyrstu búskaparár þeirra Kristveigar og
Gunnars máttu segja, að þau væru samfeld hamingju- og
velgengnisár. Börn þeirra ólust upp, efnileg og foreldr-
um sínum lík. Efnahagur var sæmilegur, og rausn og
hjálpsemi fór stöðugt vaxandi.
En mótlætið og sorgin áttu eftir að vitja þessa góða og
glæsilega heimilis, — nokkuð óvægilega sem stundum fvr.
Árið 1924 veiktist Kristveig af máttleysisveikinni. En
fram að þeim tíma hafði hún verið heilsuhraust. Hún
komst að vísu með tímanum til nokkurs bata, en náði
eftir það aldrei fullri heilsu. — Nokkru síðar bættist við
annar erfiður sjúkdómur, sykursýki, sem hjálpaði til að
draga úr kröftum hennar. Ýmsa erfiðleika og lát nákom-
inna ættingja bar að höndum: Mjög mun það hafa geng-
ið Kristveigu nærri, er Sigurður bróðir hennar andaðist
sviplega árið 1932. En Sigurður var atgerfismaður og góð-
ur drengur, og systur sinni mjög kær. En mesta áfallíð
var það, er tveir synir þeirra hjóna, Árni og Jón Kristján,
önduðust með stuttu millibili veturinn 1937—1938, hinn
fyrnefndi frá konu og þrem ungum börnum. Eftir það
tók heilsu þeirra hjónanna beggja að hnigna svo, að þau
sáu sjer ekki fært að halda lengur áfram búskap í Skóg-
um. Mun þeim báðum, en þó einkum Kristveigu, hafa
verið óljúft að fara burt frá æskuheimili hennar. Fluttu
þau til Kópaskers, og var þar síðan heimili Kristveigar,
það sem hún átti ólifað.
Um þau ár Kristveigar, sem hún dvaldi á Kópaskeri, er
fátt að segja. Heilsa hennar var nú önnur en fyr, og má