Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 140
138
Hlin
og gerði mjer von um að þá væru mínar ferðaraunir á enda. Þar
ætlaði jeg að dvelja hjá frændum og kunningjum lítinn tíma,
þurfti að leita til augnlæknis, og ákvað hann að dvöl mín tæki
ekki minna en 3 vikur. — Að þeim tíma liðnum var skollið á
bílstjóraverkfall, svo áætlunarferðir norður fjellu niður í bili.
Fór jeg þá að grenslast eftir, hvort engir einkabílar færu norð-
ur, en sú leit bar engan árangur. — Laust fyrir miðjan apríl áttu
svo áætlunarferðir að hefjast aftur, en þá vildi svo slysalega
til, að jeg datt og handleggsbraut mig 8. apríl, og þar með mátti
jeg leggja til hliðar allar ferðaáætlanir um stund.
Ekki fyr en 11. maí komst jeg svo loks ,áf stað úr Rvík, því
illviðri og ófærð teptu samgöngur þá um tíma, eins og flestum
mun í fersku minni, og aðfaranótt 12. maí, er við fórum yfir
Holtavörðuheiði (á snjóbílum mikinn hluta heiðarinnar), feng-
um við versta veður, frost og fjúk. — Komst jeg loks á leiðar-
enda 12. maí og hafði þá verið um 3 mánuði austan úr Suður-
Múlasýslu vestur í Miðfjörð í V.-Húnavatnssýslu.
Hjelt jeg svo heim á leið aftur, þegar orðið var bílfært norð-
anlands, og var aðeins 3 sólarhringa á leiðinni með eins dags
viðdvöl á Akureyri.
Gilsá í Breiðdal 9. maí 1950.
Þorbjörg R. Pálsdóttir.
Frá ísafirði: Þrír kennarar í Gagnfræðaskólanum eru að
smíða vefstóla handa sínum frúm.
Úr Strandasýslu er skrifað vorið 1951:
Nú í maí lögðum við tvö fjelög í Sambandinu í það að hafa
matreiðslunámsskeið: „Björk“ og „Snót“ — Gekk það prýðilega.
— Hólmavík var búin. — Kennari var Guðný Frímannsdóttir.
R.
Þrjátíu ár.
Það eru rjett 30 ár síðan Matthildur Halldórsdóttir í Garði í
Aðaldal hafði í fyrsta skifti jurtalitað band á sýningu. Það var
á Landssýningunni í Reykjavík 1921. — Matthildur hefur litað
fyrir húsmæðraskólana og fjölda marga einstaklinga þessi
30 ár.
Ferðafjelag fslands,
Fjelagið hefur gefið út 24 árbækur. — Fjelagar eru 6500. —
Sæluhús fjelagsins í óbygðum eru 8.