Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 59
Hlin 57
unar- og uppörfunarorð frá Drottni. — Þá var ekki talað
um að leggja niður kirkjur.
En tíminn er hverfull, alt hefur breytst á síðustu tím-
um, nema kristindómurinn, er eigi lætur sveigjast undir
mannsviljann. — Fólkið er rótlaust, og mikið fyrir að láta
glepjast, jafnvel til sveitanna. Heimilisguðræknin hefur
að mestu verið lögð niður. Húslestrarbækurnar ekki
framar teknar ofan af hillunni. Og ferðabænin, hvað er
með hana? Húsbændurnir hættir að fjölsækja sóknar-
kirkjuna með öllu sínu heimilisfólki. Og húsfreyjurnar
skautklæddar við altarisgöngurnar á vorin, er jók mjög
ytri virðuleik messugerðarinnar. — Þegar þessi verndar-
múr heimilanna var brotinn niður, þar sem liver dagur að
vetrinum var endaður með guðræknisstund, afkristnaðist
þjóðin, svo að hún hefur ekki beðið þess bætur. — Al-
menningur var ekki eins mentaður þá og nú, en kristin-
dómurinn var öfgalaus og sjálfsagður x meðvitund fólks-
ins. En það er hann ekki lengur.
Konur í dreifbýli landsins! Gerist vökumenn í kirkju
Krists! Látið ekki draga kirkjuna úr höndum ykkar og
barnanna ykkar! Þjóðin hefur vel efni á að viðhalda
kiikjum og kristni, en hún hefur ekki efni á eða vald til
þess að vanrækja eða bregðast æðsta og öilagamesta hlut-
verki sínu.
Arndís Þorsteinsdóttir, Reykjavík.
FRA VESTFIRSKRI KONU:
Móðir mín var mjög söngvin og byrjaði æfinlega sjálf til lest-
urs. Hún söng ætíð síðasta versið í Passíusálmunum þrisvar,
þrítók það. Það er þetta vei-s:
Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst,
viska, magt, speki’ og lofgjörð stærst
sje þjer, ó Jesú, herra hár og heiður klár.
Amen, amen um eilíf ár.