Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 68
66
Hlin
menn vilja að hver sveit haldi fast við sína sjerstöku gerð
í búningum og hannyrðum t. d.
Þarna voru sýndar myndir af stóru skipunum norsku.
— Útsalan í Oslo hafði unnið húsgagnafóður á stóla og
bekki í salarkynnum skipanna, og ábreiður á gólfin. —
Herbergi voru sýnd með norskum húsbúnaði og tilhögun
íbúða. — Þá voru þarna yndislegir, heimaofnir hördúkar
með damaskvefnaði, breiddir á langborð. Og pallur með
fjöldamörgum norskum þjóðbúningum, en þess var ekki
getið úr hvaða bygðarlagi hver búningur væri og var það
til óþæginda fyrir sýningargesti. — Norðmenn hvetja kon-
ur mjög til að koma sjer upp þjóðbúningum, enda hefur
notkun þeirra stórum aukist hin síðari ár, einkum eftir
hernámið.
Enn má geta þess, að þarna sat stúlka og sýndi mynda-
vefnað, hvernig hann væri ofinn, hvernig þeir taka ofan
af ullinni, og kemba og spinna togið. — En ullin, sem .
stúlkan var með, var líkust haustullinni okkar.
Þarna voru einnig sýndir nokkrir partar úr Osloarklæð-
inu mikla, veggteppinu, sem konur í Oslo gáfu borginni
á 900 ára afmælinu. í þetta teppi var ofin saga Osloborgar
í stórum dráttum. — Slíkt teppi ættu Reykjavíkur-konur
að gefa Reykjavík, Joegar hennar ráðhús rís.
Það liðu nærfelt 100 ár frá því að farið var að ráðgera
að byggja ráðhús fyrir Osloborg Jrangað til það reis traust
og sterkt af grunni, minnugt um alt og alla, sem höfðu
gert borgina stóra og svipfagra. — Norsku konurnar
þurftu nærfelt 10 ár til að undirbúa teppið og koma sjer
niður á gerð þess. Ef til vill hafa þær þurft önnur 10 ár til
að spinna þráðinn í það og vefa það. Þráðurinn var úr
togi. — En á Jrennan liátt skapast ódauðleg listaverk af
handavinnu kvenna til skreytingar í salarkynnum.
Jeg hef farið nokkuð yfir norsku sýninguna, en mörgu
merkilegu slept, sem jeg hefði átt að segja frá, en tíminn
sem jeg hef til frásagnar, leyfir mjer ekki að segja frá
fleiru,