Hlín - 01.01.1951, Page 154

Hlín - 01.01.1951, Page 154
152 HHn vandað og stórt samkomuhús, sem við erum meðeigendur að, höfum lagt í það fje og megum svo nota það eftir þörfum. — Það er nú heldur lukka hjá okkur með það. — Síðastliðinn vet- ur buðum við til okkar Kvenfjelagi Staðarsveitar og Eyja- hrepps og höfðum veislu og gleðskap saman. Það byrjaði með guðsþjónustu í kirkjunni og síðan kaffidrykkju í húsinu okkar, söngur, upplestur, ræðuhöld og dans var til skemtunar. Allir voru glaðir og ánægðir, þegar heim var farið. — í fjelaginu eru nú 30 konur. — í sambandi við þetta fjelag hef jeg notið margra ógleymanlegra ánægjustunda, og starfsemin í fjelaginu hefur þroskað mig á marga lund. Timinn flýgur áfram, áður en varir eru börnin fullorðin og flogin úr hreiðrinu. Alt í einu þá situr maður eftir fullorðin og hæruskotin og horfir á eftir hópnum. En Guði sje lof að alt hefur gengið vel. Erfiðlega gengur okkur að koma á námsskeiðum, það er svo dýrt að maður ræður ekkert við það og ófáanlegir kennarar. Þó höfum við hug á að koma upp námsskeiði í vetur og þá helst í saumaskap, höfum góða saumakonu í hreppnum, sem er nú líka í fjelaginu. Hún hefur vilja á að taka það að sjer, en er heilsutæp, svo óvíst er hvort hún getur það. Jeg er nú ein heima í dag og skrifa þessar línur. Fólkið er til og frá, en kemur heim í kvöld. — I. Frá Þingeyri við Dýraf jörð er skrifað: Jeg veit það „Hlín“ min, að þjer er kært að frjetta um störf þau, sem kvenfjelög þessa lands hafa til umræðna og fram- kvæmda. — Mig langar að láta þig vita, að kvenfjelagið „Von“ hjer á Þingeyri hefur haldið s. 1. ár 2 námsskeið. Hið fyrra var vefnaðarámsskeið, haldið í marsmánuði og var vel sótt. Kennari var Vilborg Guðmundsdóttir frá Hjarðardal, námsmey frá Tó- vinnuskólanum á Svalbarði. — Það var afar 'erfitt að koma á vefnaðarnámsskeiðinu, samt urðu vefstólarnir 7, og mikið var starfað. — Kennslukonan hnitmiðaði ekki tímann sem kennari, því það kom fyrir að ofið var þar til kl. 2 að nóttu! — Sýning var haldin að afloknu nómsskeiðinu. Þar var margt fallegt og gagnlegt á að líta. En svona námsskeið eru dýr, enda styrkti kvenfjelagið þetta námsskeið með 1000 kr. Seinna námsskeiðið var hafið í nóvember (1950) og var saumanámsskeið, er stóð í 4 vikur. — Nemar 18. — Tala saum- aðra flíka voru 173. — Kennari var frú Hanna Proppé, sem er búsett hjer á Þingeyri. — Styrk frá hjeraðssambandi nutu bæði námsskeiðin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.