Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 145
Hlin
143
KVEÐJA PÁLMA REKTORS
til Vestur-íslendinga á landnámshátíðinni á Gimli
7. águst 1950:
Vjer óskum þess af heilum hug, að böndin, sem tengja
oss saman báðum megin hafsins, bili ekki um langa fram-
tíð.
Við yður, hina yngri, segi jeg þessi orð Jónasar Hall-
grímssonar:
„Að pú mœttir augum leiða
landið loftháa og Ijósbeltaða,
þar sem um grœnar grundir líða
elfur isbláar að ægi fram“.
Og loks tek jeg mjer það vald að lýsa blessun íslands
yfir yður öll og niðja yðar, — yfir grafir Iiinna gengnu,
yfir vöggu hinna óbornu.
BRJEF
síra Einars Sturlaugssonar, prófasts á Patreksfirði,
til íslendinga vestanhafs.
Brjefið fylgdi gjöf hans til kennarastólsins (700 íslensk
blöð og tímarit, safnað á 17 árum).
„Þegar jeg varð fyrst áskynja þess stórhuga landa minna í
Vesturheimi, að stofna kennarastól í íslenskum fræðum við
Manitobaháskóla, sem jeg tel líklegri til að vinna íslenskri
menningu gagn og sóma um ókomnar aldir en nokkuð annað,
sem íslendingar vestanhafs hafa tekið sjer fyrir hendur í þeim
efnum, og er þó margs góðs og merkilegs þar að minnast, — og
með tilliti til þeirrar menningarbaráttu, sem Vestur-íslending-
ar hafa háð nú um meira en .þriggja aldarfjórðunga-skeið, mitt
í þjóðhafi hins nýja heims, — fann jeg mig knúinn ættarbönd-
um til að rjetta bræðrum mínum og systrum handan hafsins
hönd að heiman, og býð hjer með hinum væntanlega kennara-
stóli í íslenskum fræðum við Manitobaháskóla umgetið blaða-
og tímaritasafn mitt til eignar og varðveislu, í þeirri von og trú,
að það verði ekki aðeins samlöndum mínum þar vestra styrkur
stafur í menningar- og þjóðræknisbaráttu þeirra, en veki
einnig löngun erlendra manna til að kynnast tign og fegurð
íslenskrar tungu.