Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 39
Hlín
37
ingum þar til styrktar. Þótt ekki sje fleira talið, þá sýnir
þetta þó nokkuð hug hennar til þeirra, sem bágstaddir
voru. — Hún var greindarkona, skoðunargóð og sterktrú-
uð, og er ekki vafi, að þetta hjálpaði henni mjög til að
mæta öllum þeim erfiðleikum og áföllum, sem á leið
hennar urðu, og gefa henni þá bjartsýni á lífið og tilver-
una, sem var henni sjálfri og öllum sem með henni voru
svo mikilsvirði.
Á áttræðisafmæli hennar komu allmargir vinir hennar
hingað til þess að óska henni til hamingju og gleðjast með
henni. Það var indæll dagur, bjartur, heiðríkur og hlýr.
Anna var þá-hress, ljett í spori að vanda og bar aldurinn
vel. í huga hennar var birta, heiðríkja og gleði. Hún
kunni vel að taka móti gesturn og veita þeim. Þessi dagur
varð henni reglulegur sólskinsdagur.
Hálfum mánuði síðar fjekk hún slag. Hún misti alger-
lega máttinn öðrum megin. Það varð henni þung raun,
iðjumanneskjunni, sem aldrei gat verið óvinnandi. Samt
sem áður bar hún það eins og alt annað með hetjulund.
Hún lá hjer heima nokkrar vikur fyrst, en síðan á sjúkra-
húsinu á Blönduósi. Þar ljest svo þessi þrautreynda,
merka kona vorið eftir, 22. maí 1944. Hinn 5. næsta mán-
aðar var hún jarðsett að Þingeyrum að viðstöddum fjöl-
mörgum vinum hennar.
Steinnesi, 3. apríl 1951.
Ólína S. Benediktsdóttir.
Spunarokltsins kliður fer Ijóði um okkar lond,
leikur þar á strendi hin trausta iðjuhönd.
Guðfinna frá Hömrum.