Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 51
Hlin
49
Búnaðarfjelag íslands brást vel við beiðni nefndarinn-
ar, lagði fram 1000 kr. til starfsins gegn tvöföldu framlagi
annarsstaðar að. Þessu var vel tekið af kvenfjelögum,
ungmennafjelögum og búnaðarfjelögum sveitanna, sem
lögðu tilskilið fje á móti, og kvenfjelögin stjórnuðu ferð-
unum. — Stúlkurnar voru svo sendar út með nesti og
nýja skó (eitthvað af plöntum og fræi) og með margar
góðar óskir.
Garðyrkjukenslan var í sæmilega góðu gengi í landinu
um þetta leyti, kensla sem hæfði þessum stúlkum. Nokkr-
ar stúlkur voru þegar til, sem við treystum til starfsins.
Gróðrarstöðin á Akureyri hafði þá um nokkur ár haft
námsskeið fyrir stúlkur vorið, haustið og sumarið (5 mán-
aða nám), einnig höfðu námsskeið, með svipuðu sniði,
verið haldin á Knararbergi við Akureyri. — Sumar stúlk-
urnar liöfðu fengið sína mentun í Gróðrarstöð Reykja-
víkur, sumar erlendis. — Stúlkurnar fengu sitt erindis-
brjef og hjeldu dagbók yfir starfið, sem skyldi lögð fram,
ef óskað væri. Sumar þessar bækur eru enn til og gefa
ágætar upplýsingar um starfið. Kaupið var 500 krónur
fyrir þessa 5 mánuði og alt frítt. Þótti það sæmilegt
kaup þál
Á hverju hausti lögðu kennararnir fram skýrslu um
starfið og höfðu ýmislegt gott og þarflegt til málanna að
leggja, bygt á eigin reynslu. — Ársritið ,,Hlín“ birti á
þessum árum frjettir af starfi garðyrkjukvennanna.
Einna best skipulagt hygg jeg starfið hafa verið hjá
Lilju Sigurðardóttur frá Víðivöllum í Skagafirði. Hún
Iiafði sjerstaklega góða aðstöðu, þar sem hún var gagn-
kunnug í hjeraðinu, var þekt sem ágæt garðyrkjukona
og átti prýðilegan skrúðgarð, sem hún miðlaði óspart úr
til hjeraðsbúa. Leyfi jeg mjer að taka hjer upp kafla úr
skýrslu Lilju, sem birt var í „Hlín“ 13. árg. 1929:
„Þegar það var ráðið í byrjun ársins 1928, að jeg tækist
á hendur leiðbeiningar í garðyrkju hjer í sýslunni sum-
arið 1928, varð það mjer mikið umhugsunar- og áhyggju-
. 4