Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 72
70
Hlín
ekki sýnt alt, sem við höfðum meðferðis. — Við sýndum
bæði eldri >g yngri ullarvinnu, peysufatavaðmál, dúk-
svuntuefni ur Mývatnssveit og úr Svarfaðardal, langsjöl
og hyrnur frá ísafirði og víðar að, vaðmál úr Reykjadal,
rúmábreiður og gólfábreiður, vettlinga og vettlingaband,
dyratjöld og margar gerðir af húsgagnafóðri, hárfínt band
af ýmsum litum, mörg sýnishorn af ull o. s. frv. — Við
gátum komið fyrir öðru veggteppinu, sem við vorum
með, og völdum það ofna frá Hallormsstað. — Lítið
myndvefnaðarstykki úr togi, gátum við ekki hengt á
vegginn, svo þröngur var okkur stakkurinn skorinn. —
Sitt hvoru megin við teppið bláa, voru hárfínu sjölin okk-
ar. Og svo ofin efni — ný og gömul, — hvort við annars
hlið, þau voru bæði unnin heima í sveitunum og á vef-
stofum. — En nýjasta gerðin af vefnaði þarna á sýning-
unni, var þverröndótt pils í sauðarlitum. — Var uppistað-
an band, en ívafið lopi. — Langsjal fylgdi pilsinu. — Úr
gráu samskonar efni voru 2 hattar, stangaðir, þetta var
nýjasta tilbreytingin, sem jeg hef sjeð í íslenskri ullar-
vinnu. — Við vorum með nokkra muni frá sjúkrahúsinu
á Kleppi. — Fólkið vildi fá þá keypta. — Þarna voru líka
nokkrir trjediskar með álímdum, íslenskum blómum og
fleiri smámunir. — Jeg hef getið um hvað við sýndum,
svona í stórum dráttum, þeim til gamans og fróðleiks sem
heima sitja.
Öllum þeim, sem lögðu okkur lið, með því að lána okk-
ur muni, svo við gátum tekið dálítið myndarlegan þátt í
þessari sýningu, vil jeg þakka fyrir hjálpina.
Um það leyti, sem sýningin á Lillehammer hætti, kom
beiðni til stjórnar Sambands íslenskra heimilisiðnaðar-
fjelaga, um að fá lánaða íslensku munina á sýningu í
Þrándheimi. — Aðilarnir Iijer heima gátu ekki neitað
Þrændum um þessa bón, þar sem líka munirnir voru á
Upplöndum. — Við vissum ekki nákvæmlega hvenær þessi
sýning í Þrándheimi átti að vera. En það hefur dregist
lengur en við bjuggumst við að munirnir kæmu heim.