Hlín - 01.01.1951, Side 137

Hlín - 01.01.1951, Side 137
Hlín 135 fötur, en það frjetti jeg seinna að vatn væri notað við mynda- tökur. Vatnsleiðsla var þá engin á Akureyri. Maðurinn, sem kom með vatnið, var Sigvaldi Þorsteinsson, síðar þektur kaup- maður á Akureyri. Mun hann hafa verið í þjónustu Schiöths- hjónanna þegar þetta gerðist. — Við vorum í kjólum úr heima- gerðum dúk, eins og þá var algengt um telpur. f þessum kjólum var brúnn tvistur í uppistöðunni, en ívafið úr ull, litað fjólu- blátt. Sniðið var þannig, að treyjan gekk utan á pilsið og voru það kölluð koftuföt. Berustykki voru úr svörtu flaueli. Svona dúkkjólar entust vanalega um fjögur ár. Tvö fyrstu árin voru þeir hafðir spari, svo kjóla fengum við aðeins annaðhvort ár. En þá var líka mikil tilhlökkun, þegar nýr kjóll stóð fyrir dyr- um. Mjer dettur oft í hug, hvort að litlu stúlkurnar nú á dögum, sem oft fá marga kjóla á ári, muni gleðjast eins mikið við nýjan kjól, eins og litlu stúlkurnar um aldamótin gerðu, með sína sterku, heimagerðu kjóla. Ætli gleðin sje ekki stundum tekin frá börnunum fyrir of mikinn íburð. — En þetta var nú útúr- dúr. — Nú hófst myndatakan. Frúin fór að laga okkur til fyrir framan vjelina, en líkaði ekki hvernig við stóðum. Við áttum að halda höfðinu hærra. Þá tók hún sperru og setti við hnakkann á systur minni og varð hún nú sæmileg eftir það, en ekki mun hún hafa átt nema þessa einu sperru, því nú byrjuðu vandræðin með mig. Frúin brá sjer við og við undir svarta tjaldið, sem var breytt yfir vjelina, kom svo og lyfti upp á mjer hökunni og sagði mjer að vera glaðlegri. Hefur henni sennilega þótt undar- legt að ellefu ára stúlka gat ekki haldið höfði. Þetta endurtók sig hvað eftir annað, og hef jeg áreiðanlega versnað við hverja til- raun. Loks uppgafst blessuð frúin. Það small í vjelinni og myndatakan var búin. En það er af myndunum að segja, að þær voru ekki góðar og mín þó lakari. Það hefur ef til vill verið meðfram því að kenna, hvað loftið var þungbúið, en jeg held líka að allar þessar lagfæringar, sem ljósmyndarar gerðu svo mikið af á þeim dögum ,hafi átt sinn þátt í því. Er við vorum tilbúin að fara út úr ljósmyndastofunni, komu inn hjón með tvær litlar stúlkur. Þau heilsuðu foreldrum mín- um og strax var farið að tala um veðrið, að það væri ekki heppilegt til myndatöku. Segir þá aðkomukonan mjög ákveðin: „Slæmar myndir eru betri en engar myndir.“ Þetta voru hjónin frá Fagraskógi, Stefán Stefánsson, síðar alþingismaður, og kona hans Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi. — Svo fórum við og stigum á bak. Var nú haldið rakleitt út á Oddeyri og alla leið að verslunarhúsum J. V. Havsteens. Þar verslaði pabbi þá. Þar var enn stigið af baki og gengið í búðina. Þetta var fyrsta búðin,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.