Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 37
Hlin
35
þessi aldurhnigna kona kynni að vera eitthvað tekin að
bugast af því mótlæti, sem hún hafði orðið að líða um
æfina, og nokkur vandi kynni að verða á því að gera hana
ánægða. En þetta reyndist á annan veg en jeg hugði.
Hún var ennþá óbuguð, ennþá svo undarlega sterk, enn-
þá svo lífsglöð og bjartsýn, eins og hún hefði setið sólar-
megin í lífinu alla æfi. Hún var ennþá veitandinn, en
ekki þiggjandi. — Mig furðaði á þeim sálarstyrk og þeirri
lífsgleði, sem hún hafði til að bera eftir alt, sem á daga
hennar hafði drifið. — Anna var vinnusöm með afbrigð-
um, og vildi aldrei láta verk úr hendi falla. Það var henn-
ar mesta gleði að geta unnið, og hún sagði það oft, að líf-
ið væri óþolandi, ef ekkert væri hægt að starfa. Hún var
líka ávalt boðin og búin til þess að rjetta þar hendi, sem
á þurfti að halda og hlífði sjer aldrei í neinu. Og dugn-
aður hennar og áhugi var langt fram yfir það, sem hægt
var að ætlast til um konu á hennar aldri. — Það sem svo
gerði störf hennar öll ennþá farsælli og blessunarríkari
var hin alveg frábæra dygð og trúmenska í öllum hlutum
og sú heimilishollusta, sem ekki var hægt að hugsa sjer
meiri eða betri. — Slík dygð er kórónan á hverju starfi,
hverri þjónustu, og verður aldrei metin að verðleikum. —
Anna var börnum okkar sjerstaklega góð. Henni þótti
vænt um þau og vildi alt gera þeim til geðs og gleði, senr
hún mátti. Og það sem mest var um vert, hún leitaðist
við að hafa góð áhrif á þau á allan hátt og bar áreiðanlega
umhyggju fyrir velferð þeirra, eins og þau hefðu verið
henni vandabundin. Það er vissulega rneira vert en marg-
ur hyggur, að hafa það fólk á heimili sínu, sem vill ganga
á undan æskunni með góðu eftirdæmi og innræta henni
það, sem gott er og fagurt. Það vildi Anna gera af fremsta
megni, svo góð og trúuð kona sem hún var. Við stöndum
í mikilli þakkarskuld við hana fyrir ótal margt, og þó
ekki síst fyrir áhrif liennar á börnin okkar. Hún vildi alt
bæta og allstaðar koma fram til góðs.
Anna var óvenjulega myndarleg og vel að sjer til allra
3*