Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 61
Hlin
59
en það, að alt sem hœgt er að framleiða selst d staðnum og
meira en það. (Þær frjettir berast að úr öllum áttum).
Að vorri hyggju væri Reykjavík, höfuðstaðurinn, sjer-
staklega líklegur til að framleiða söluiðnað, bæði almenn-
an og minjagripi. — í Reykjavík er samankominn nær
helmingur þjóðárinnar, og þangað hefur flutst fjöldinn
allur af vel vinnandi fólki, bæði úr sveitum og bæjum. —
Margt af þessu fólki hefur tíma afgangs, en ekki ástæður,
til að fá sjer efni til að vinna úr. — Þetta eiga útsölurnar,
sem hafa meiri penmgaráð, að leggja fólkinu til. — Okkur
er ekki vandara um en nágrannaþjóðum okkar, sem ára-
tugum saman hafa farið þessar leiðir, bæði viðvíkjandi
prjónlesi og vefnaði. — Jeg hef hjer fyrir framan mig
greinargerðir frá Dönum, Norðmönnum og Svíum, sem
þó eru stórum minni ullarframleiðendur en við, sem af-
lienda árið um kring ullarband í stórum stíl í bæina og
nágrenni þeirra og láta vinna allskonar flíkur til sölu.
Hið sama gildir um vefnaðinn, efni er afhent og upplýs-
ingar gefnar og voðirnar koma fullgerðar til baka.
Það sem sjerstaklega mælir með þessari aðferð, í bæ eins
og Reykjavík, er það, hve hægt er um vik með allar leið-
beiningar hjá útsölunni. (Þessi aðferð er reynd bæði hjá
„íslenskri ull“ og þar sem grófu leistarnir hafa verið
framleiddir í bæjum). — Sem dæmi mætti nefna: UU er
keypt, góð tóskaparull, tekið ofanaf henni, og hún unnin
í verksmiðju í gott band, fleiri litir og gerðir. Fólkinu af-
hent bandið í ýmsa vel seljanlega muni. — Bandið væri
líka sjerstaklega góð verslunarvara, því margir ferðamenn
ágirnast fallega bandið okkar og vilja vinna úr því sjálfir.
Þetta er nú hægðarleikur að framkvæma, en það út-
heimtir mikla vinnu og vandvirkni, skyldurækni og góð-
an skilning á málefninu. Ekki neitt smávegis eiginleikarl
Verkefnin eru óteljandi, en mest aðkallandi er, að við
íslendingar kunnum að nota okkur ullina, þetta dásam-
lega hráefni, sem hefur klætt okkur í þúsund ár og gert
okkar þjóð fræga fyrir ágæta og fjölþætta vinnu. Fjárstofn-