Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 115
Hlín
113
Samband Borgfirskra kvenna 20 ára.
í vor voru liðin 20 ár síðan Samband borgfirskra
kvenna var stofnað. — Þess var minst á aðalfundi 20. júní
1951, sem haldinn var að Varmalandi.
Svafa Þorleifsdóttir rakti sögu Sambandsins, hún var
fyrsti formaður þess. Ennfremur var gestkomandi á fund-
inum Rannveig Þorsteinsdóttir, alþingismaður. — Nú-
verandi formaður er Þórunn Vigfúsdóttir, Skálpastöðum.
í Sambandinu eru nú 14 fjelög og eru í þeim 454
konur.
Starfsemi Sambandsstjórnarinnar hefur ekki verið
margbrotin: Greiddir styrkir til fjelaganna, útvegaðir
kennarar á námskeiðin og ýmsar aðrar smá fyrirgreiðslur.
Á aðalfundum ber margt á góma og kemst ekki alt í
framkvæmd, sem þar er skrafað og ráðgert. En þar kynn-
ast konur og knýta vinabönd, þær skýra frá fjelagsstörfum
sínum og reynslu með skýrslum og samtölum.
Þó var á einum þessum fundi — í Reykholti 1936 —
tekin sú djarflega ákvörðun að reisa húsmæðraskóla í
hjeraðinu. Sá skóli — „Varmaland“ — tók til starfa 1946,
— og er hann talinn að vera einn af fegurstu og fullkomn-
ustu skólum á Norðurlöndum, enda aðsókn að honum
mikil. Hafa konur reist sjer þar óbrotlegan minnisvarða,
því frumkvæði áttu þær að þessari stofnun, og voru svo
heppnar að kjósa sjer rjetta forvígiskonu, Geirlaugu Jóns-
dóttur, konu kaupfjelagsstjórans í Borgarnesi, sem vann
það starf með alveg sjerstökum dugnaði og fyrirhyggju. —
En verklegar framkvæmdir við skólann voru líka í góðs
manns höndum, þar sem yfirsmiður var hinn frábæri
dugnaðarmaður Kristján Björnsson, trjesmíðameistari, á
Steinum.
Margar sterkar stoðir hafa runnið undir þennan skóla,
sem of langt væri upp að telja núna, en það er geymt en
s