Hlín - 01.01.1951, Page 36

Hlín - 01.01.1951, Page 36
34 lllín lenu, sem var myndarleg og reglusöm húsmóðir. Sagði Anna oft, að þar hefði hún lært ýmislegt, sem hefði orðið sjer að gagni síðar í lífinu. Þau hjónin, Anna og Þórður, eignuðust eina dóttur, Oktavíu að nafni, og varð hún að sjálfsögðu augasteinn þeirra og eftirlæti. Varð Anna að sjá um hana eins og gefur að skilja, þar sem maður hennar var fjarvistum á sjúkrahúsi. Sparaði hún ekkert til þess, að uppeldi henn- ar gæti orðið sem best og fullkomnast. Lagði hún mikið á sig á þessum árum, fyrst og fremst fyrir sína elskulegu dóttur, sem allar hennar björtustu vonir voru bundnar við. Hún kostaði hana til náms, bæði í Kvennaskólann á Blönduósi og Kennaraskólann í Reykjavík. Var dóttir hennar líka hin mesta efnisstúlka, prýðilega gefin og naut vinsælda allra, sem kyntust henni. Sumarið 1911 rjeðust þær báðar í kaupavinnu í Vatns- dalinn, Oktavía að Undirfelli, en Anna að Ási, þar sem jeg var þá, barn á 12. ári. Þetta sumar veiktist Oktavía skyndilega og andaðist eftir stutta legu, 19 ára gömul. Var þetta þyngsta áfallið, sem kom fyrir Önnu á lífsleið- inni. Ekkert hefði henni þá verið kærara en að fá að fylgja dóttur sinni yfir landamærin, og aldrei mun hún hafa verið nær því að bugast undir byrði lífsins. Er mjer þetta mjög minnisstætt. En trúin á Drottins forsjón og náð reisti hana aftur við, og þegar frá leið, bar hún þenn- an tilfinnanlega missi sinn með hinni mestu hetjulund. Næsta vor fluttist hún svo að Þorfinnsstöðum í Vestur- hópi, til Guðmundar Guðmundssonar, er þar bjó, en hann hafði verið trúlofaður dóttur hennar. Var hún þar í 19 ár og lengst af ráðskona hjá honum. Er mjer kunnugt um, að þessi maður, sem svo lengi naut starfa hennar og vináttu, ber mjög ríkan þakklætishug í brjósti til hennar fyrir alt, sem hún gerði fyrir hann og hans fólk. Vorið 1931 fluttist Anna hingað að Steinnesi til okkar hjónanna. Jeg vissi, að þá var hún að hverfa frá heimili, sem var henni sjerstaklega kært. Jeg gerði ráð fyrir, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.