Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 53
Hlín
51
garða (fullur helmingur af nýjum görðum) og 80—90 að
matjurtarækt (25—30 dagsverk að nýjum görðum). Á 2.
hundrað skrúðgarðar eru nú á þessu svæði.
Almennur áhugi virðist vaknaður fyrir þessu máli í
hjeraðinu, og það er ætlun vor að láta ekki starfsemina
niður falla, þótt styrkur fáist e. t. v. ekki til hennar, sem
þó væri nrjög æskilegt. — Það er áreiðanlegt, að fje fæst
hjer á móti styrknum frá Búnaðarfjelagi íslands, bæði frá
fjelögum og einstaklingum."
Náttúrlega mátti margt af þessu starfi finna, en það
stóð til bóta. — Starfssviðið var oft of stórt, stundum fleiri
hreppar, og undirbúningur ekki sem bestur, erfiðar ferðir
o. s. frv. Sjaldan sama umferðarsvæðið ár eftir ár, sem
hefði verið æskilegast. — Allar fóru stúlkurnar 3—4 ferðir
um svæðið, fyrst að undirbúa, sá og leggja vermireiti,
svo að planta út, síðan arfavinslan og loks matreiðsla og
geymsla á því sem ræktað var. — Við vorum heppnar með
stúlkurnar, þær voru áhugasamar og duglegar. — Margt
skrítið kom fyrir þær á þessum ferðum, en þær gerðu
gott úr öllu og höfðu gaman af ferðalaginu. — Við feng-
um góðar frjettir af starfi garðyrkjukonanna og miklar
þakkir fyrir komu þeirra.
Garðyrkjunefndin hafði þetta ráðningarstarf með
höndum þangað til Kvenfjelagasamband íslands var
stofnað 1930. Eftir þann tíma tók K. í. að sjer starfið og
annaðist það til ársins 1940, að starfsemin lagðist niður.
Árið 1940 rann upp nýtt tímabil á landi hjer með hátt
kaup og mikla atvinnu, enginn mátti vera að hugsa um
garðyrkjuleiðbeiningar. — Svo var annað: Garðyrkju-
skóli var stofnaður í landinu, sem menn töldu sjálfsagt
að mundi sjá um námsskeið fyrir umferðarkennara, en
reyndin hefur orðið sú, að stutt námsskeið hafa ekki
verið haldin, og nemendur, sem útskrifast hafa frá skól-
anum, hafa flestir tekið að sjer störf í gróðurhúsum, sem
yeita atvinnu árið um kring. — Einnig hefur verið á það
bent, sem eina ástæðuna til, að nefnd vor-, sumar- og
4*