Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 49
Hlín 47
sáð í barnssálina í uppvextinum, sem þarna koma að góðu
lialdi.
„í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna", því skul-
um við ekki gleyma.
Enginn hefur meiri áhyggjur af velferð barnanna en
móðirin. Hún setur eigin' velferð til hliðar, ef með þarf,
svo þeim megi sem best vegna. Hversu raunalegt er þá
eigi fyrir hana, ef liún verður fyrir vonbrigðum og missir
börnin út. í sollinn eða jafnvel á glapstigu þegar í upp-
vextinum.
Um þetta er oft talað, bæði í ræðu og riti, og viljinn
til úrbóta virðist nógur, en getan víst minni, því talið er
að drykkjuskapur og þar með aðrir lestir unglinga fari
í vöxt.
Hvað ætli hjálpi okkur þá betur en trúin og traustið á
Guð almáttugan?
í „Nýju kirkjuriti" las jeg nýlega grein eftir lækni, í
henni stóðu þessi eftirtektarverðu orð: „Uppeldi, bygt á
kristilegri lífsskoðun, er hið eina rjetta. Sönn trú veitir
1 ífsgleði og andlegt öryggi, en það eru jákvæðar tilfinn-
ingar, sem efla lífsþrótt og heilsu.“
í öllu })ví öngþveiti, sem nú er í heiminum, heyrast þó
raddir stjórnmálaleiðtoga um að kristindómurinn einn
geti orðið okkur til viðreisnar. — Sterk áhrif góðra mæðra
gætu með Guðs hjálp öllu breytt í betra horf.
Við, sem hjer erum samankomnar, erum flestar sveita-
konur og höfum ekki af þeim erfiðleikum að segja, að
ala börnin okkar upp á götunni og við aðgjörðaleysi, en
jeg get naumast hugsað mjer nokkuð ömurlegra. — Það
er ekki að undra, þót leitað sje til sveitanna með beiðni
um að taka börn til sumardvalar. Starf handa börnunum
og umgengni við dýrin tel jeg hvorutveggja þroskandi og
göfgandi. En aðstæður í sveitunum eru, það vitum við,
víða þannig, að ekki er hægt að verða við öllum óskum í
þessum efnum.
Elver veit, ef sambandið okkar á langan aldur fram-