Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 45
Hlin
43
Frá Húsmæðraskólanum „Ósk“ á ísafirði.
Ávarp forstöðukonu skólans, Þorbjargar Bjarnadóttur
frá Vigur, við skólaslit 12. júní 1951.
Kæru nemendur!
Skólatímanum er lokið. Þessi vetur, sem nú er liðinn,
hefur reynst mörgum erfiður og langur vegna óblíðrar
veðráttu. Þið hafið sanrt ekki beðið nein óþægindi af því,
þar sem þið búið í einu vandaðasta skólahúsi landsins,
sem altaf er hlýtt og bjart. — Jeg býst líka við, þegar þið
lítið til baka, þá finnist ykkur tíminn hafa verið furðu
fljótur að líða. — Þegar þið lítið yfir það, sem þið hafið
unnið og skoðið í huga ykkar, þá vona jeg að ykkur finn-
ist þið vera ríkari af ýmiskonar hagnýtri þekkingu.
Það er nauðsynlegt við og við að skoða í eigin barm
og vita hvar maður stendur, læra að þekkja sjálfan sig, og
kunna að fella rjettan dóm á gerðir sínar. Rjettlátt sjálfs-
mat er mörgum sinnum dýrmætara en hörð gagnrýni á
náungann, sem oft vill verða órjettlát.
Hver var tilgangur ykkar með skólagöngunni, þegar
þið komuð hingað í haust? Þið ætluðuð að læra að saunia,
bæði hagnýta og fagra mtini, vefa fallegar voðir og læra
til húsverka á sem flestum sviðum. — Jeg vona að þetta
hafi tekist ykkur sem best, svo þið hafið ekki kastað tíma
og fje á glæ með veru ykkar hjer. — Það mun þó vera
nokkuð misjafnt, hve vel ykkur hefur notast kenslan.
Jeg vil benda ykkur á það að skilnaði, að þótt þið sjeuð
búnar að vera hjer níu mánuði, þá er það aðeins örlítil
undirstaða miðað við störf ykkar í framtíðinni. — Nú er
að sjá, hversu vel ykkur tekst að byggja ófan á þá undir-
stöðu, og jeg vona að hún reynist ykkur sem traustastur
grundvöllur.
Við erum að læra alt okkar líf, og reynslan verður
flestum besti skólinn.
Vinnudagur húsmæðranna er oft langur og strangur,