Hlín - 01.01.1951, Blaðsíða 100
98 Hlin
um 1850 hafi liann ekki verið breiðari en það, að hægt
var að kasta yfir hann.
Ekki er ósennilegt að ástæðan fyrir því, að ekki var
hlaðið í Djúpós á fyrsta eða fyrstu árum hans eins og
alla aðra ósa, er áin braut í bakka sína, hafi verið sú, að
hann var á landamörkum og hindraði samgang og átroðn-
ing búfjár milli hverfa.
Kringum 1880 mun fyrst hafa verið farið að ræða al-
varlega um verndun Safamýrar og hvað hægt væri að gera
til að bjarga heyskap í henni og verja hana fyrir meiri
eyðileggingu en orðin var.
Fyrir forgöngu bændahöfðingjans Þórðar Guðmunds-
sonar á Hala og annara áhugamanna um það mál, var
framkvæmd mæling og kostnaðaráætlun gerð um bygg-
ingu garðs með suðurjaðri mýrarinnar, til varnar því að
vatnið streymdi inn á liana. — Ólafur Ólafsson, búfræð-
ingur, síðar bóndi í Lindarbæ, sá urn undirbúning og var
verkstjóri við framkvæmd verksins sumurin 1883—86. —
Garðurinn var 2500 faðma langur, 8—20 fet á breidd og
2—8 fet á hæð. Hann kostaði 6—7 þús. kr. — Garðurinn
kom að góðum noturn fyrstu árin, en viðhald hans var
mikið og það vanrækt, svo hann eyðilagðist fljótt.
Árið 1892 skoðar Sæmundur Eyjólfsson, búfræðingur,
mýrina og leggur til að bygður verði garður með öllurn
suðurjaðri hennar nokkru lengri en gamli garðurinn var.
Kostnaðinn áætlar liann 10—11 þúsund kr. — Úr fram-
kvæmdum varð ekki. Mun þar hafa ráðið endingarleysi
garnla garðsins og hin háa kostnaðaráætlun. Þá voru 10
þús. kr. mikið fje, sem erfitt hefði verið að innheimta af
fáum og efnalitlum hlutaðeigendum..
Á árunum 1899—1901 rjeðust bændurnir í Bjólu,
Bjóluhjáleigu og Vetleifsholtshverfi í að grafa 4500 faðma
langan og 6—12 feta breiðan skurð með norðurjaðri mýr-
arinnar, til þess að taka á móti og flytja vatnið, sem rann
ofan af hagmýrinni út í Frakkavatn. Skurðurinn kostaði
um 2000 kr. (dagsverkið 2,00 kr.). Hann kom að miklum