Hlín - 01.01.1951, Page 135

Hlín - 01.01.1951, Page 135
Hlín 133 garð, en hvað um það, bömin lærðu að sitja kyr og bera virð- ingu fyrir athöfninni. — Þá var einnig stundum farið með börn í kynnisferðir til vina og vandamanna foreldranna. — Ein slfk ferð er mjer sjerstaklega minnisstæð, því bæði var hún nokkuð löng og mjög fróðleg. Á Tjörnum, fremsta bæ í Eyjafirði að austan, bjuggu þá hjón, sem voru skyld og kunnug foreldrum mínum. Þau komu oft við hjá okkur, þegar þau voru á ferð, og höfðu þá oft boðið okkur að koma. — í þessa ferð var svo lagt upp einn sólbjartan sunnudag á sumri. Við systumar vorum þá það stórar að við gátum riðið einar. Nú sá jeg með eigin augum alla bæina, sem jeg að vísu kunni nokkur skil á áður, því jeg hafði lært bæjaröðina og vissi um flesta ábúendur í hreppnum. Þarna sá jeg Hólavatn og er mjer minnisstætt, hvað mjer þótti gaman að ríða meðfram því. Á Tjörnum var okkur tekið opnum örmum af hinni gestrisnu frændkonu okkar og manni hennar. Þar fjekk jeg í fyrsta sinn þeyttan rjóma út í súkkulaði og fín- ar kökur með. — Þannig atvikaðist það, að jeg kyntist fyrst, nokkuð til hlítar, fremstu bygð Eyjafjarðar, áður en jeg leit augum höfuðstað Norðurlands. Svo gerðist það vorið 1891 að við fluttumst frá Hrísum í Saur- bæjarhreppi að Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi. Margt man jeg í sambandi við þann flutning, sem ekki verður hjer skráð. Jeg var þá níu ára og sá eftir að yfirgefa bernskustöðvarnar, en eftirvæntingin og tilhlökkunin að kynnast nýju umhverfi, var líka mikil, og veit jeg varla hvort mátti sín meira. Við fluttum í fardögum um vorið. Áður hafði jeg ekki komið lengra en að Melgerði. Nú var haldið áfram út Melgerðismelana og brátt opnaðist nýr sjóndeildarhringur. Sveitin lá opin fram- undan, en það sem við vorum að yfirgefa hvarf sjónum. Fjöllin tóku myndbreytingum. Vaðlaheiðin smá rjetti úr sjer og virtist nú liggja í mjúkum sveig frá suðaustri til norðvesturs. Þarna stóð Kerlingin þráðbein í vestrinu, og hafði nú fengið alt aðra lögun. Áður hafði jeg sjeð hana frá hlið ,en nú var hún ólíkt tignarlegri, þar sem hún lyfti kollinum með flugháum hamra- beltum hátt yfir sveitina. Svo náðum við áfangastað og vorum nú aðeins 12 km. frá Akureyri. Fyrir mig voru þetta tímamót. Hinir rósrauðu sólskinsdagar bernskunnar voru liðnir og komu ekki aftur í sömu rriynd. Ekkert var talað um kaupstaðarferð þetta sumar og ekki það næsta. En sumarið 1893 var ráðgert að lofa okkur í kaupstað. Mun það þá hafa þótt tímabært að lofa okkur að sjá kaupstað- inn og einnig mun það hafa nokkru um valdið, að mömmu langaði til að fá myndir af okkur. Var nú ferð þessi ákveðip
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.