Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 5
Ádrepur
Gagnrýnin á Mál og menningu
Talsvert hefur verið skrifað um skipulagsmál Máls og menningar undanfarið á
opinberum vem’angi. Skrif þessi hafa verið margs konar, gagnrýni á ólýðræðis-
lega skipan félagsins, á núverandi útgáfustefnu þess, loks hefur þetta umræðu-
efni verið eins konar viðspyrna til háfleygari umræðu um lífshætti og lífsvið-
horf. Ég veit að ýmsum gömlum og grónum félagsmönnum hefur þótt nóg um
árásirnar á Mál og menningu og fundist undarlegt að þessi gagnrýni hafi ekki
fyrst komið fram innan félagsins, sem hefur heilt tímarit til umráða þó að ekki
sé fyrir að fara almennum félagsfundum. Hvað sem því líður er ég sannfærður
um að slíkar umræður séu hverju félagi gagnlegar. Að vísu væri óneitanlega
æskilegt að sumir hverjir öfluðu sér haldbetri upplýsinga áður en þeir munduðu
stílvopnið. Þannig virðist einn greinarhöfundur hafa ráðið það af lestri síðasta
Tímaritsheftis að á fyrstu árum Máls og menningar (fyrir tíma félagsráðs) hafi
ríkt þar fullkomið lýðræði, eins konar frumkommúnismi. En í rauninni var
félagið nánast einkafyrirtæki sem starfaði í þágu alþýðumenntunar og fram-
sækinna bókmennta. Þetta skipulag átti lítið skylt við Jósep heitinn en átti
sér að öllu leyti innlendar forsendur sem of langt mál væri að skýra á þessum
vettvangi.
Rekstrarform Máls og menningar er að sjálfsögðu umdeilanlegt. Stjórnskipan
þess er sjálfsagt ekki sérlega lýðræðisleg, þó væri auðvelt að nefna dæmi um
hliðstæð félög sem búa við mun ólýðræðislegra fyrirkomulag. Taka ber tillit
til þess að þrátt fyrir náin tengsl stjórnar og félagsmanna á fyrsm árum Máls
og menningar hefur félagið alltaf verið bókaklúbbur fyrst og fremst, byggt af-
komu sína á því að bjóða félagsmönnum bækur á góðum kjörum. Almennir
félagsmenn hafa ekki fórnað neinu né hætt neinu til, jafnvel ekki meðan öldur
félagshyggjunnar risu sem hæst, þeir hafa yfirleitt fremur hagnast á aðildinni.
Það er því fráleitt að nefna Mál og menningu í sömu andrá og t. a. m. Gagn
og gaman sem er allt öðru vísi byggt upp. Annars vegar er eins konar áskrift,
hins vegar styrktaraðild. Þar með er ekki sagt að Mál og menning gæti ekki
breyst, en það tæki óhjákvæmilega nokkurn tíma.
227