Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 5
Ádrepur Gagnrýnin á Mál og menningu Talsvert hefur verið skrifað um skipulagsmál Máls og menningar undanfarið á opinberum vem’angi. Skrif þessi hafa verið margs konar, gagnrýni á ólýðræðis- lega skipan félagsins, á núverandi útgáfustefnu þess, loks hefur þetta umræðu- efni verið eins konar viðspyrna til háfleygari umræðu um lífshætti og lífsvið- horf. Ég veit að ýmsum gömlum og grónum félagsmönnum hefur þótt nóg um árásirnar á Mál og menningu og fundist undarlegt að þessi gagnrýni hafi ekki fyrst komið fram innan félagsins, sem hefur heilt tímarit til umráða þó að ekki sé fyrir að fara almennum félagsfundum. Hvað sem því líður er ég sannfærður um að slíkar umræður séu hverju félagi gagnlegar. Að vísu væri óneitanlega æskilegt að sumir hverjir öfluðu sér haldbetri upplýsinga áður en þeir munduðu stílvopnið. Þannig virðist einn greinarhöfundur hafa ráðið það af lestri síðasta Tímaritsheftis að á fyrstu árum Máls og menningar (fyrir tíma félagsráðs) hafi ríkt þar fullkomið lýðræði, eins konar frumkommúnismi. En í rauninni var félagið nánast einkafyrirtæki sem starfaði í þágu alþýðumenntunar og fram- sækinna bókmennta. Þetta skipulag átti lítið skylt við Jósep heitinn en átti sér að öllu leyti innlendar forsendur sem of langt mál væri að skýra á þessum vettvangi. Rekstrarform Máls og menningar er að sjálfsögðu umdeilanlegt. Stjórnskipan þess er sjálfsagt ekki sérlega lýðræðisleg, þó væri auðvelt að nefna dæmi um hliðstæð félög sem búa við mun ólýðræðislegra fyrirkomulag. Taka ber tillit til þess að þrátt fyrir náin tengsl stjórnar og félagsmanna á fyrsm árum Máls og menningar hefur félagið alltaf verið bókaklúbbur fyrst og fremst, byggt af- komu sína á því að bjóða félagsmönnum bækur á góðum kjörum. Almennir félagsmenn hafa ekki fórnað neinu né hætt neinu til, jafnvel ekki meðan öldur félagshyggjunnar risu sem hæst, þeir hafa yfirleitt fremur hagnast á aðildinni. Það er því fráleitt að nefna Mál og menningu í sömu andrá og t. a. m. Gagn og gaman sem er allt öðru vísi byggt upp. Annars vegar er eins konar áskrift, hins vegar styrktaraðild. Þar með er ekki sagt að Mál og menning gæti ekki breyst, en það tæki óhjákvæmilega nokkurn tíma. 227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.