Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 15
Viðtal við William Heinesen
listarreynsla að heyra þennan fónógraf. Hann gat leikið Vögguvísu eftir
Brahms, Innreið gestanna til Wartburg, Sunnudag selstúlkunnar og marg-
ar aðrar perlur. Það var líka hægt að syngja inn á sívalninga hans, og
móðursystur mínar sungu inn á þá eftirlætislögin sín. Þessi fónógraf er
enn til ásamt öllum sívalningunum, en það er eins og hann hafi misst sinn
gamla mátt og nú hljómar hann næstum eins og innilegt hvískur frá löngu
liðnum tíma.
— Stig bróðir yðar var tónlistarmaður.
— Já, hann varð klarínettuleikari í Hljómsveit Konunglega leikhússins
— og þar hafa reyndar aðrir úr fjölskyldu móður minnar leikið. Stig
bróðir minn hafði upphaflega ráðgert að verða bóndi. Hann eignaðist kú
og hest þegar á 13da eða l4da ári og annaðist þau af mikilli natni, og
hann var líka byrjaður að rækta upp móaskák ofan við Þórshöfn. En jafn-
framt gerði hann mikið af því að leika á hin margvíslegustu hljóðfæri —
selló, flautu, óbó og klarínettu. Loks fékk klarínettan yfirhöndina, og vel-
viljuðu fólki tókst að telja hann á að ferðast til Kaupmannahafnar og
stunda nám hjá hinum fræga klarínetmleikara Age Oxenvad. Þeir tveir
urðu miklir mátar næstum þegar í stað. Oxenvad var líka sveitamaður og
elskur að dýrum og sveitalífi.
Stig hafði afbragðs tóneyra og var mjög næmur, en hann varð aldrei
almennilega sáttur við nóturnar og í raun og veru festi hann aldrei rætur
í Hljómsveit Konunglega leikhússins. Hann þráði að komast heim til kýr-
innar og hestsins og sveitalífsins. Því miður dó hann frá öllu saman fyrir
aldur fram.
Jörgen-Frantz Jacobsen
— Þið Jörgen-Frantz Jacobsen voruð bernskuvinir.
— Já, og við vorum líka náskyldir í móðurætt mína, en hann var
yngri en ég. Það er að segja nokkrum mánuðum yngri — við fæddumst
báðir aldamótaárið. Reyndar var það Jörgen-Frantz sem taldi Stig á að
fara til Kaupmannahafnar. Hann var sjálfur tónlistarunnandi af lífi og sál,
en tónlistarskynjun hans var fremur lýrísk en músíkölsk í ströngum skiln-
ingi þess orðs. Hann gat túlkað tónlist á skáldlega vísu þannig að það
hljómaði mjög heillandi og fullkomlega sannfærandi. Til dæmis Wald-
237