Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 20
Tímarit Máls og menningar
um, en það er nú og verður mín einföld lífsskoðun að enda þótt glötunin
sé okkur vís og enda þótt sú von, sem við nærum á vesælar sálir okkar,
eigi fyrr eða síðar fyrir höndum að bresta, þá eigi hún samt í sér fólginn
leiftrandi kraft sem hún færi hinni lifandi andrá. Hvernig sem allt veltist
erum við og verðum huggunarríkir hljóðpípuleikarar heimsins, „the music-
makers and the dreamers of dreams“, eins og írska skáldið segir.
Auðvitað getur stundum verið erfitt að sætta sig við þetta umburðar-
lynda og jafnvel óvirka viðhorf. Maður getur staðið andspænis aðstæðum
sem ekki er hægt að umbera án þess að finnast maður vera landráðamaður.
Eins og til dæmis þeim öflum sem hagnast beinlínis á stríði og óhamingju.
Kaupmönnum stríðsins og þeim sem að baki standa — spekúlöntunum —
og svo öllum þessum kór þjóðernis- og trúarhræsnara sem halda galli
stríðsins fljótandi. Maður getur vel skilið þá bylgju fyrirlitningar og and-
styggðar sem reis í Danmörku gagnvart dönskum samverkamönnum her-
námsveldisins meðan á hernáminu stóð. A Færeyjum vorum við öll slíkir
samverkamenn — og það með heimsins bestu samvisku. Við höfðum til
allrar hamingju lent réttum megin, við vorum svo að segja í slagtogi með
góðum og réttlátum öflum og á móti þeim illu. Og færeysku sjómenn-
irnir sem héldu uppi fiskútflutningi til Stóra-Bretlands og hættu þar með
lífi sínu, þeir voru sannarlega einnig stríðsmenn í þessum átökum. En
uppi á landi sátu aðrir og högnuðust óskaplega á þessum útflutningi.
Blygðunarlaust og með guðsorð á vör. Þetta er baksvið næstu skáldsögu
minnar, Den sorte gryde, rem kom út næst á eftir „Snillingunum“.
„Snillingunum“ var hafnað í upphafi hjá útgáfu Gyldendals. Það var
Poul la Cour sem gerði það og ég er honum mjög þakklátur fyrir, því að
bókin hafði satt að segja ekki fengið endanlegt snið. Og nú gafst mér
færi að vinna hana betur.
Málaraár
— Eftir „Glataða snillinga“ skrifuðuð þér skáldsöguna „Móðir Sjö-
stjarna“.
— Já, hún var skrifuð á mjög skömmum tíma og í miklum innblæstri.
Bernskuminningar eru oft mjög áleitnar og vekjandi. Þessi bók er
reyndar langt frá því að vera sjálfsævisöguleg, en umhverfið er þar og
eitthvað af þessum hugblæ bernsku minnar þar sem blandast saman á
242