Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 22
Tímarit Máls og menningar
Kommúnismi hans var ekki sprottinn af kennisetningum heldur hlýrri
samkennd meö öllum sem eru afskiptir og órétti beittir — og af andstyggð
á öllum hinum tillitslausu arðránsöflum þjóðfélagsins. Gegn þeim barðist
hann af óþreytandi heift.
En hann var sem sagt fyrst og fremst einlægur og sannur mannvinur.
Það er þessi einlægni og hlýja sem gerir bækur hans svo einkennilega
töfrandi.
Vonin blíð
— „Vonin blíð“ er mesta bók yðar — í blaðsíðum talin — og á bókar-
kápu er hún talin helsta verk yðar epískrar gerðar.
— Já, hún er nú víst næststærsta bók mín. Ég held að allra fyrsta
skáldsaga mín, Blæsende gry, hafi verið ennþá stærri. Hún var eitthvað
um 360 síður. En síðan hef ég endurskrifað hana og stytt hana mikið.
— „Vonin blíð“ er eina sögulega skáldsagan sem þér hafið samið.
— Já, sagan gerist í lok 17du aldar og aðalpersónan er mótuð eftir
raunverulegri sögulegri persónu, hinum lærða danska presti Lucas Debes.
Sá maður er baðaður sérstökum hetjuljóma í færeyskri sögu vegna hug-
rekkis síns gagnvart spilltum embættismönnum danska lénsherrans Gabels
í Færeyjum. Hann gerði málstað hinna kúguðu að sínum og tengdi sitt
líf við líf hinna fátæku íbúa Þórshafnar.
Hann heitir Peder Börresen í minni bók, og sagnfræði í ströngum skiln-
ingi getur hún ekki talist. Þetta er skáldsaga, óbundin af sögulegum stað-
reyndum. Sögupersónan Peder Börresen og hinn raunverulegi Lucas Debes
eiga það svo sameiginlegt að þeir eru báðir fulltrúar hins stríðandi húman-
isma.
Peder Börresen er engin vaskleg hetja í venjulegri merkingu þess orðs,
enginn sérstakur framtaksmaður. Hann er svolítið tvílráður og haminn
og veiklundaður — en þegar hann stendur andspænis ranglæti og ofbeldi
verður hann athafnasamur, ofstækisfullur og hættulegur. Að sínu leyti
ósigrandi. Enda tókst hinum fátæka og óþekkta presti Lucas Debes í raun-
veruleikanum að steypa hinum volduga Gabel. Að minnsta kosti voru upp-
ljóstranir hans um ástandið í hinu færeyska léni Gabels sá dropi sem fyllti
bikarinn. Það sama var að segja um séra Pétur minn.
Ég sagði áður frá mikilli aðdáun minni á Hans Kirk. Ég gerði einmitt
244