Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 23
Viðtal við William Heinesen
ráð fyrir að Hans Kirk hefði brugðist svipað við og Peder Börresen ef
hann hefði verið settur í hans spor. Og þegar ég las bréf Kirks frá Horseröd-
fangabúðunum og Vestra fangelsi varð sá grunur að vissu. Sjálfur er ég
fjarri því að vera hugrakkur eða virkur baráttumaður, en þó felst í hinum
stríðandi húmanisma bæði hugsjón mín og von. Það er tilvera manna á borð
við Hans Kirk og Lucas Debes sem glæðir og vekur trú manns á mann-
kynið, mannlega samhjálp og kærleika og kemur í veg fyrir að maður
verði þeirri bölsýni að bráð sem annars er svo óhugnanlega útbreidd á
okkar dögum, bæði í umhverfi okkar og bókmenntum. Sem út af fyrir
sig er ósköp skiljanlegt.
— Það er sjálfsagt algengt að þér séuð spurður hvort persónur yðar
eigi sér lifandi fyrirmyndir eða hvort skáldsögur yðar séu lykilrómanar.
Já, og því er til að svara að ég hef alltaf lifandi eða raunverulegar
fyrirmyndir í huga. En ekki þannig að ég lýsi eða nýti eina einstaka fyrir-
mynd. Skáldsögupersóna hefur í sér fólgna drætti margra fyrirmynda úr
taunveruleikanum. Og í raun og veru er maður að lýsa sjálfum sér þegar
öllu er á botninn hvolft. Hin frægu orð Ibsens: „Að yrkja er að halda
dómsdag yfir sjálfum sér“ eru sannarlega ekkert fleipur. Ekkert skáld er
einungis „næmur athugandi“, eins og það er kallað, — eða sálfræðingur
— eða mannþekkjari. Og lykilróman er ekki list. Allt það sem maður
þekkir er frá manni sjálfum runnið. Ogeðfelldar persónur manns hefur
maður líka fengið frá sjálfum sér.
Brœðraþjóð
— Til skilnings á allri núverandi stöðu Færeyja held ég það væri gagn-
legt að segja svolítið frá sögu eyjanna — og ég skal vera stuttorður.
Færeyjar eru enn hluti danska ríkisins eins og hinar eyjarnar í Norður-
sjó og Norður-Atlantshafi voru: Island, Hjaltland og Orkneyjar, og eins
og Noregur var líka í 400 ár. En stjórnarfarslega voru Færeyjar norskt
landssvæði, allt frá dögum Knúts mikla og næstum fram á daga Holbergs.
Það var ekki fyrr en Danmörk og Noregur voru aðskilin, 1814, að um
bein dönsk yfirráð var að ræða. Þetta eru sem sagt nokkrar sögulegar
staðreyndir varðandi stjórnarfar en í raun og veru hafa Færeyjar aðeins
verið hlutar Noregs og Danmerkur í þeim skilningi að þær hafa verið
undir forræði þessara ríkja.
245