Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 26
Tímarit Máls og menningar
silkihúsgögnin barónessunnar og setja viskíhringi á mahoníborðin hennar.1
— Eg kem nú ekki oft þangað. Ég bý hér í Þórshöfn og kem bara til
Kaupmannahafnar um það bil einu sinni á ári.
Annars lifi ég talsvert rólegu lífi og vinn eins og ég er vanur að mörg-
um verkefnum í einu. Ég hef þann vana — eða óvana — og hef alltaf
haft. Mjög oft legg ég verkefni til hliðar, sný síðan aftur til þess seinna
og lýk við það. Sögulega skáldsagan mín, Vonin blíð, var reyndar í smíð-
um þegar á þriðja áratugnum. Já, ég gerði úr henni heila bók, en Otto
Gelsted hafnaði henni og ég er honum þakklátur fyrir það. Hann hefur
alls hafnað þremur af bókum mínum — það er að segja af fullbúnum
handritum — og betri greiða hefði hann ekki getað gert mér. Ég er einnig
mjög þakklátur Poul la Cour, Harald Grieg og öðrum sem hafa líka vísað
frá nokkrum af handritum mínum sem enn voru í reifum. Það er gott og
gagnlegt að eiga stranga vini.
Eg vinn á morgnana og síðdegis les ég yfir það sem ég hef skrifað um
morguninn. Ef ég hef þá komið einhverju í verk, því oft situr maður bara
og getur ekkert skrifað og ákveður að fara í gönguferð í staðinn. En nú
er ég kominn yfir sjötugt svo nú er mér farið að finnast að ég verði að
hafa hraðan á að koma einhverju meira í verk áður en ljósið slokknar.
Um leið veit ég fullvel að ekki er til neins að reyna að þvinga eitthvað
fram með áreynslu og djöfulgangi. „Iðjuleysis ástundun er ástundun best,“
segir Vilhelm Ekelund. En það hljómar ekki einu sinni eins og það sé sér-
lega auðvelt.
— Lesið þér mikið?
— Já, ég les mikið — en hægt og með hléum. Nema um sé að ræða
eitthvað sem ég þarf einmitt að nota. Þá les ég af fítonskrafti. Og ef les-
efnið er lífsnauðsynlegt. Nokkrar bækur tilheyra þessum flokki lífsnauð-
synja. Einmitt nú er ég að lesa öðru sinni bókina eftir dr. Frankl, austur-
ríska sálfræðinginn, um þann tíma þegar hann sat í fangabúðum þjóð-
verja. Þetta er mjög stillt og öguð lýsing, ekki angi af sýndarmennsku,
þetta er verk vísindamanns og hugsuðar — en maður stendur á öndinni
við lesturinn. Maður hefur ekki nokkurn frið fyrr en henni er lokið —
og á eftir hefur maður sannarlega heldur ekki frið. Maður spyr sjálfan
sig hvort maður hafi nokkurn tíma lifað neitt sem skipti máli — sem
skipti öllu máli. Það hefur maður ekki, og að sínu leyti er það mikil náð
1 Karen Blixen arfleiddi Dönsku akademíuna að húsi sínu í Rungstedlund
248