Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 27
Viðtal við William Heinesen
forlaganna. En manni finnst maður óneitanlega smár og lítilfjörlegur and-
spænis skapgerðarstyrk manns eins og dr. Frankl. Og hvað lærir maður
ekki af slíkri bók! Þar sér maður inn í helvíti og sér að þar er líka hægt
að lifa þannig að manni sé sæmandi — augliti til auglitis við vanvirðu
og dauða. — Slík bók er gjöf til hugsandi manns. Ottaleg gjöf eins og
allar miklar bækur eru í raun og veru. Bæði heimspekilegar bækur og
skáldskapur. Ottaleg vegna þess að lesandinn er knúinn til sársaukafulls
lífsuppgjörs og sjálfsskoðunar. Ut á lendur þar sem jafnvel kímnin hlýtur
að hljóðna eða taka á sig geigvænlega mynd eins og í hinum miklu píanó-
sónötum Beethovens.
Tónlist
— Ég hef orðið þeirrar ómetanlegu hamingju aðnjótandi að vera í
náinni snertingu við tónlist allt mitt líf. Bæði amma mín og móðir léku
á píanó, tveir móðurbræður mínir léku á fiðlu — og svo var Hansen
bakari sem gat næstum leikið á öll hljóðfæri. Tveir af frændum mínum
í móðurætt léku á horn og fagott í Hljómsveit Konunglega leikhússins
og systir þeirra var um sama leyti á sviðinu sem óperusöngkona. Það var
Anna Levinsohn, mjög vinsæl sópransöngkona á sínum tíma. Systir henn-
ar hafði mjög hrífandi altrödd. Hún hljómaði eins og risaklarínetta. Hún
hefði líka átt að verða óperusöngkona, en var allt of mikil — vexti, á ég
við. Jafnvel til að syngja Wagner. Hún var tröllvaxin.
Og aðrir vinir og kunningjar léku á selló, lágfiðlu, flautu og horn. Það
var næstum alltaf einhver konsert í uppsiglingu. Það voru tónleikar sem
voru haldnir til styrktar góðum málefnum eins og í „Glötuðum snilling-
um“. Magister Mortensen og ferjumaðurinn og bræður hans voru líka
með — og svo voru leikin verk eftir Mozart og Haydn, Schubert og
Mendelssohn og alla þessa stórfenglegu gömlu stráka. Kirkjutónleikar
voru líka haldnir.
Já, tónlist verður mér sífellt meiri nauðsyn með aldrinum. Við sitjum
hér um þetta leyti kvöld eftir kvöld og hlustum á Das wohltemperierte
Klavier eftir Bach, þessar 48 prelúdíur og fúgur eru óþrjótandi. Og svo
eru þær svo gerólíkar. Maður fær aldrei nóg af þeim. Ég er líka mjög
hrifinn af nýrri tónlist. Carl Nielsen, Sibelius, Vagn Holmboe.
249