Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 31
William Heinesen: Sögur og sagnfreeði
þær segja um umheiminn, en jafnframt má ekki gleyma því að efniviður
sagnanna er fyrst og fremst færeyskur, það eru lífsaðstæður fólks í Fær-
eyjum, þjóðfélagslegar og hugmyndafræðilegar, sem frásagnirnar eru sótt-
ar til.
Það er þess vegna einnig drjúg ástæða til þess að líta á William Heine-
sen sem færeyskan rithöfund. Mestu máli skiptir kannske það að menn
hvaðanæva að úr færeysku þjóðlífi hafa snúist gegn Heinesen þegar þeim
hefur þótt sér misboðið. Afstaða slíkra manna hefur mótast af persónu-
legri gremju, hneykslun, særðu velsæmi o. s. frv. Meðal danskra lesenda
hafa bækur Heinesens ekki vakið þvílík viðbrögð. I dönskum bókmennta-
sögum er tilhneiging til að draga broddinn úr þeirri þjóðfélagsgreiningu
og gagnrýni sem felst í bókum hans og flestir bókmenntafræðingar gleðj-
ast yfir þeim umskiptum sem verða í verkum Heinesens um 1960, af því
þeim finnast þau bera vitni heimsskoðun sem sé goðfrœðilegri, þ. e. eigi
ekki sömu rætur í þjóðfélagslegri og sögulegri könnun.2 Þessi breyting á
sér einmitt stað á því tímabili sem mér er gert að fjalla um.
Eftirstríðsárin
Flestir sem fjallað hafa um skáldskap Heinesens líta á það sem grund-
vallarþáttaskil á listrænum ferli hans þegar hann hóf að skrifa bækur með
sígildu inntaki — t. d. þegar hann setur fram dauðann og ástina sem
grundvallaröfl lífsins. En í inngangi ritsafnsins Antologi af Nordisk Lit-
teratur, 10. bindis (1976) er þessi þróun, sem talin er dæmigerð, rakin til
þjóðfélagslegra og efnahagslegra breytinga. Hin aukna velmegun í lönd-
um Vestur-Evrópu, sem átti rætur sínar í innstreymi amerísks fjármagns
og sem dró um langt skeið hulu yfir hinar raunverulegu þjóðfélagsand-
stæður, breytti aðstöðu hinna þjóðfélagslega meðvimðu rithöfunda og
enn fremur skilningi á hlutverki bókmenntanna yfirleitt. Kynslóð eftir-
stríðsáranna áleit listina hafna yfir þjóðfélagslegan veruleika. Menn
gagnrýndu natúralískar og sósíalrealískar bókmenntastefnur millistríðsár-
anna, og í stað þess að sjá bókmenntir sem tæki í þjóðfélagsbaráttu var
stefnt að því að gera listina að tæki til skilnings á öðrum og æðri veru-
leika, veruleika sem væri nánast trúarlegs eða yfirskilvitlegs eðlis. Heine-
2 Sbr. t. d. Dansk Litteratur Historie. Politiken, 1976. 4. bd. Bók breska fræði-
mannsins W. Glyn Jones, Fœrö og Kosmos (Gyldendal, 1974) mótast af svip-
uðum viðhorfum.
253