Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 34
Tímarit Máls og menningar
ismi sem sett hefur svip sinn á mestallt þetta tímabil. Hann hefur sett
skorður möguleikum manna til að marka sér stöðu sem róttækir, vinstri
sinnaðir listamenn. Heinesen var (og er) tengdur Kommúnistaflokki Dan-
merkur vegna vinátm við Hans Kirk og Otto Gelsted. Þess var áður getið
að Heinesen er eiginlega ekki handgenginn þeirri færeysku verkalýðsstétt
sem tók að styrkja stöðu sína í upphafi sjötta áratugarins. Við allt þetta
bætist að gagnrýni á borgarastéttina hafði óhjákvæmilega mikil persónu-
leg óþægindi í för með sér, ekki aðeins vegna andkommúnismans heldur
einnig vegna þess að Færeyjar eru lítið samfélag þar sem hinn gagnrýni
listamaður á sérstaklega í vök að verjast.
William Heinesen leitar sér þess vegna yrkisefna í fortíðinni. Hann
flytur bæði sögur og sagnfræði: Hann notast við ritaðar og munnlegar
heimildir og eigin endurminningar í viðleitni sinni til þess annars vegar
að vekja eftirtekt lesandans með skemmtilegri frásögn af furðulegum at-
burðum, hins vegar til þess að bregða upp dæmigerðri mynd mannlegs
veruleika þar sem margt fer úrskeiðis en þar sem jafnframt er jákvæðar
tilhneigingar að finna.
Vonin blíð
Þegar William Heinesen sendi frá sér skáldsöguna Vonin blíð 1964 var
hið sögulega skáidsöguform ekki beint á dagskrá í opinberri danskri bók-
menntaumræðu. Velferðarríkið var orðið að veruleika, opinber pólitísk
hugmyndafræði var hugmyndafræði stéttasamvinnunnar og ríkjandi bók-
menntastefna, svonefndur módernismi, hafði ekkert ákveðið pólitískt inn-
tak. Hann stefndi meðvitað að tvíræðni í orðafari í tilraun til að afhjúpa
menningarlega einskorðun velferðarríkisins og var sem slíkur gagnrýninn,
en sú gagnrýni var að langmestu leyti einstaklingsbundin og einangruð,
án þjóðfélagslegrar grundvöllunar. Aðeins örlítill lesendahópur kunni að
meta þessar óaðgengilegu bókmenntir og gremjan vegna þeirra — og ríkis-
styrkja sem til þeirra runnu — var mikil. Þegar Heinesen gaf því út skáld-
sögu sem að formi til svipaði algerlega til klassískrar skáldsögu og sem
greinilega var ætlað að skírskota til stórs lesendahóps lögðu ritdómarar
dagblaðanna fyrst og fremst áherslu á þennan þátt bókarinnar. Henni var
tekið með kosmm og kynjum og hlaut einkunnir eins og „spennandi og
vel gerð“ og „mergjuð“. En skáldsagan er annað og miklu meira, slcemmt-
256