Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 36
Tímarit Máls og menningar
munaárekstra lénsstjórnar og bænda. Það er meðal annars vegna kvört-
unarbréfs hans til ríkisstjórnarinnar að loks kemur upp byltingarástand
sem að vísu leiðir ekki til kollsteypu heldur til umbóta.
Peder Börresen er utangarðsmaður á mælikvarða þess tíma. Brauð hans
í Þórshöfn virðist ekki sérlega eftirsótt og svo er að sjá sem hann hafi
verið sendur þangað frá Danmörku vegna þess að honum hafi þótt sop-
inn of góður. Hann er þess vegna fyrirfram í andstöðu við stéttarbræður
sína og finnur ekki til neinnar samkenndar með landeigendum. Ennfrem-
ur leggur hann áherslu á boðskap kristninnar um náungakærleika eins og
hann er boðaður í húmanískum heimspekiritum þess tíma sem Börresen
er reyndar kunnugur og vitnar til af hrifningu. Hann hlýtur að teljast
framsækinn, þ. e. a. s. hann skilur og nýtir sér möguleika þess veruleika
sem fyrir hendi er. Framsækin afstaða hans er skýrt orðuð í lýsingunni á
samskiptum hans og hins dýrslega setuliðsstjóra eyjanna. Börresen fyrir-
lítur setuliðsstjórann og berst gegn honum, en hann telur hann ekki illan
í eðli sínu eins og svo margir aðrir, eða sem fulltrúa djöfulsins:
Hlýtur ekki hver sá maður að verða þrælmenni sem Guð hefur synjað, svo
og þjóðfélaginu sem hann lifir í og mótast af, um andlegt siðgæði og sam-
visku?
Börresen lítur á setuliðsstjórann að nokkru sem afsprengi tiltekinna þjóð-
félagslegra aðstæðna, þannig að fordæming hans verður ekki siðferðilegs
heldur pólitísks eðlis.
Heinesen lýsir hins vegar einnig takmörkunum aðalpersónunnar sem
eiga sér rætur í hugsunarhætti samtímans. Vegna trúar sinnar er Börre-
sen áttavilltur í afstöðu sinni til ástamála. Hann viðurkennir tilvist kyn-
hvatarinnar en vill ekki sætta sig við hana og þetta gerir hann t. a. m.
ófæran um að skilja þá ofstækisfullu trúarhneigð sem brýst fram hvað eftir
annað við þessar ótryggilegu þjóðfélagsaðstæður. Hún á sér greinilega
rætur í einhvers konar afvegaleiddri ástarfýsn og felur þannig í sér óbeint
andóf gegn ríkjandi skipan.
Framganga Peder Börresen í úrslitabaráttunni gegn lénsstjórninni ber
einnig vitni um þær skorður sem honum eru settar. Eins og fyrr er getið
hefur ákæruskjal hans ráðið miklu um framvindu mála, en þegar fylking-
um lýstur raunverulega saman er hann aðeins áhorfandi. Hann hefur sýnt
samstöðu með hinum kúguðu í verki, en hann áttar sig ekki nógu vel á
258