Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 39
William Heinesen: Sögur og sagnfrceði
Luktarmaðurinn fellur aftur í stafi sem snöggvast.
— En ef ég hefði ekki einmitt komið á því andartaki og rifið hann upp
og talað við hann ...
Þeim sem söguna segir er það kannske ekki ljóst, en lesandinn skilur að
þá hefði Leonard ekki lifað löngu, einmanalegu lífi. Raunveruleikinn er
samkvæmt eðli sínu „allur í óreiðu“ og luktarmenn (goðsagnasmiðir)
hljóta að lúta lágt fyrir honum.
I smásögunni „Rosenmeyer“ er einnig gefið í skyn að einmanaleiki
aðalpersónunnar sé sprottinn af óhamingjusömu ástarævintýri, annars lýsir
sagan ekki veruleikanum að ráði heldur veruleikaskynjun barnsins og álykt-
unum þess af henni. Tveir bræður eru hugfangnir af Rosenmeyer og það
er athyglisvert að hann er fyrst nefndur fullu nafni, Rosenmeyer Hansen,
þegar drengjunum er að verða ljóst hver hann er í raun og veru. Fram
að þeim tíma ber hann rómantískt hetjugervi í augum þeirra og hann
skipar stórt hlutverk í leikjum þeirra sem mótast mjög af fáránlegum og
að því er virðist merkingarlausum helgisiðum eins og títt er um leiki
ungra barna. Eftir því sem drengirnir stálpast fá leikirnir meiri veru-
leikasvip, en um leið eiga þeir Rosenmeyer og Prop, sem er fylgdarsveinn
hetjunnar, þangað minna erindi. I síðasta leiknum þar sem þeir koma
fram eru þeir einmitt „afhjúpaðir“. Eins og Don Quijote og Sancho Panza
ríða þeir á heimsenda og standa þar gegnt hinu algera tómi, en goðsög-
unni er aftur snúið upp á veruleikann þar sem þessi atburður er ekki sorg-
legur í augum drengjanna.
Tómið bylur lágróma úr djúpinu. Rosenmeyer stendur með þetta afkára-
lega stálvírsverkfæri og klippir með því út í gínandi hyldýpismyrkrið á
heimsenda, máttvana, til einskis.
Og hvað svo?
Já, svo er ekkert meir.
En það er vor og fasmikill hvunndagur og sólin sýnir við og við huggunar-
ríkt auga sitt milli hraðfleygra skýja.
Meðal dæmigerðustu smásagna Heinesens eru þær sem lýsa fyrsm ástar-
og trúarreynslu barns og árekstrinum milli þessarar tvenns konar reynslu.
Sögurnar „Elvesuset“ í Kur mod onde dnder og „Doda“ og „Mánen over
Horebs bjerg“ í Don ]uan jra Tranhuset fjalla báðar um slíkan vanda.
Sem fulltrúa slíkra sagna má taka þá síðastnefndu sem lýsir hópi drengja
sem gera alls konar „tilraunir“ í leik sínum í sambandi við dauða og trú.
261