Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 42
Tímarit Máls og menningar
hlutlægni í frásögn persóna eða aðstæðna, annaðhvort með því að „fela“
sig bak við tilbuinn sögumann sem ekki verður alltaf trúað til fullnustu
eða með því að efnið kemur fram í samtölum eða beinni hugrenninga-
lýsingu einstakra persóna og þær verða þannig eins konar sögumenn, en
lesandi hlýtur að taka frásögnum þeirra með nokkurri varúð. Þessa hlut-
lægu frásagnaraðferð má ekki skilja sem afstöðuleysi eða tvískinnung.
Hún felur í sér markvissa tilraun til að hvetja lesandann til að velta fyrir
sér orsök og afleiðingu, hvernig málunum sé raunverulega háttað og hvað
hinar almennu skýringar (goðsögurnar) breiði yfir eða láti ógetið. Heine-
sen vekur þar með athygli á flóknu eðli okkar jarðneska veruleika, og
síðasta tilvitnun hér að framan ber greinilega með sér að það er hann sem
ákvarðar tilveru okkar. Viðleitnin til „hlutlægrar“ frásagnaraðferðar er
snjöll tilraun til að birta lesandanum hinar raunverulegu (hlutlægu) að-
stæður.
í viðtali hefur William Heinesen lýst sjálfum sér á eftirfarandi hátt:
Eg er ekki heimspekingur, ekki siðboðandi, eiginlega ekki heldur efahyggju-
maður og að sínu leyti ekki menntamaður heldur. Skáldskapurinn er minn
vettvangur.
Að baki þessari yfirlýsingu felst sú skoðun að skáldskapurinn, hið listræna
starf, sé ein aðferð til að skilja raunveruleikann og hafa áhrif á hann.
I þeim skilningi er samhengi og heild í höfundarverki Heinesens. Hann
fjarlægðist hið sósíalrealíska skáldsöguform af ástæðum, sem fyrr er getið,
en aðeins til þess að leita uppi skáldskap „þeirrar gerðar sem borgarastéttin
átti aldrei og gat aldrei eignast“. Það var þetta sem hinn marxíski list-
fræðingur Ernst Bloch brýndi fyrir þeim sósíalísku rithöfundum sem lim
ekki við öðrum skáldsagnaformum en sósíalrealisma og heimildaskáldskap.
Þ. H. þýddi.
264