Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 53
Essayistinn Halldór Laxness úrskurð að lögin brytu í bág við prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Næstu ár gáfu þeir út með sama hætti Njáls sögu og Grettis sögu, báðar í stóru broti og með myndum eftir kunna listamenn, og loks Alexanders sögu. Lögin hafa síðan verið dauður bókstafur, og nú þykir sjálfsagt að láta skólabörn og unglinga lesa fornsagnaútgáfur með nú- tímastafsetningu. Það er ekki Halldóri Laxness að kenna, ef fornsögurn- ar eru þrátt fyrir allt minna lesnar en æskilegt væri þegar skólum lýkur. Fyrir Halldóri vakti það eitt að örfa áhuga almennings á fornsögun- um, stuðla að því að þær yrðu aftur öflugur hluti menningarlegs bak: hjarls og stoð íslensks málfars. Um þetta leyti skrifar hann fyrrnefndar minnisgreinar um fornsógur, „einkum með stuðníngi við hina almennustu þeirra og víðfrægustu, Brennunjálssögu...“ Þetta er 55 blaðsíðna essay, skipt í 25 greinar.1 I stuttum inngangi segir m. a. á þessa leið: „Ef þessar greinar hafa nokkurt gildi er það af því rithöfundur dregur álykt- anir af hlutum sem almenníngur er vanur að fræðimenn fjalli um einir. Rithöfundur hlýmr að draga dálítið aðrar ályktanir en fræðimaður af sömu staðreynd. Hann ber að efninu úr annarri átt en til dæmis mál- fræðíng eða sagnfræðíng, spyr annars og fær þessvegna önnur svör; en hann deilir ekki við hina bestu fræðimenn um fróðleiksatriði, heldur er þeim þakklátur.“ Ekki skiptir minna máli að nefndur rithöfundur skoðar hlutina af evrópskum sjónarhóli og hefur aflað sér víðtækrar þekkingar á evrópskri menningar- og einkum bókmenntasögu. Þar við bætist hugsun tamin við listnautn, listskoðun og sköpun frá barnæsku. Halldór kemur hér undir eins að kjarna málsins: hvernig mátti það verða að svo sérstæð lista- verk sem hetjukvæði Eddu, Völuspá og Sonatorrek hefðu orðið til fyrir ritöld, og síðan Islendingasögur á þrettándu öld, löngu eftir að Islend- ingar hefðu átt að vera orðnir rammkaþólskir? „Orlagatrúin, afneitun kristinnar siðahyggju, er höfuðkjarni Brennunjálssögu.... Undan öllum atburðum sem máli skipta sjá vitrir menn fyrir hina óhagganlegu atburða- rás forákveðna af örlögunum, og áheyrandi sögunnar er nauðugur viljug- ur beygður undir þá kenníngu og þann skilníng að eingu verði breytt af þeim hlutum sem fram skulu koma, hvorki með góðum vilja, dygð- ugu lífi né heitri bæn.... Þessar bókmentir eru ómetanleg gögn um 1 Tímarit Máls og menningar 1945, Sjálfsagðir hlutir 1946. 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.