Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 61
Essayistinn Halldór Laxness ugur þrætumálum biflíuskýrenda og guðfræðinga. Umrædd orð minna hann á boðskap englanna í Lúkasarguðspjalli II 14, jólaguðspjallinu, eins og það hljóðar í Vúlgötu, hinni latnesku biflíu miðalda og þar með forfeðra vorra á fyrstu öldum kristni: Gloria in altissimis Deo, et in terra pax hominibus bonae voluntatis. Þessa frægu málsgrein þýðir Halldór svo: Dýrð sé guði í upphæðum og friður handa þeim mönnum sem eru með góðan vilja (eða hafa góðan vilja).5 I biflíuþýðingum mótmælenda eru seinusm orðin tvö, bonae voluntatis (orðrétt: góðs vilja) reyndar lögð út á allt annan veg af trúfræðileg- um ástæðum: „sem hann (þ. e. guð) hefir velþóknun á“. Og skiptir hér algjörlega í tvö horn um guðfræðilegan skilning eða túlkun. Hin kaþólska túlkun hefur sem sé frá upphafi byggst á þeim skilningi að skilyrði fyrir hjálpræði væri að mennirnir hefðu góðan vilja. „Blessun guðs er yfir manni sem hefur góðan vilja; fyrir bragðið bíður hann „glaður og óhryggur“ hvers sem að höndum ber. „Góður vilji“ er samkvæmt kaþólskri trú lífakkeri kristins manns.“ Eftir þetta er ekki annað sýnna en Egill karlinn hafi verið vel kaþólsk- ur, vilji menn halda áfram að trúa því að hann hafi ort kvæðið. Reynd- ar hefur sú tilgáta heyrst áður að hann hafi rækt vel kirkju á meðan hann, að því er sagan segir, dvaldist í Lundúnum með Aðalsteini kon- ungi, og hafi lært að yrkja með endarími af að hlýða á söng klerka. Hver veit nema hann hafi þá numið fleira, þar á meðal þá grundvallarhugmynd kaþólskunnar að nauðsynlegt væri að hafa góðan vilja? Að vísu hefði hann þá orðið að læra latínu um leið. Hitt er þó óneitanlega sennilegra að kvæðið sé ort af manni sem hafi verið alinn upp við kaþólskar kenn- ingar frá blautu barnsbeini og jafnvel klerkmenntaður að auki. „Leið skáldsins til hjarta síns“ hefði þá fundist á Islandi á þrettándu öld en ekki á þeirri tíundu, en Sonatorrek væri engu að síður stórfurðulegt fyrirbæri í menningarsögu Evrópu. Arið 1973 birtist í Skírni löng yfirlitsgrein eftir Halldór (og síðar í bókinni Þjóðhátíðarrollu) undir nafninu Forneskjutaut. Kjarni eða ein- kunnarorð þeirrar greinar eru þessi ummæli: „Við megum aldrei gleyma því að allar fombókmentir okkar íslendínga eru samdar af kaþólskum mönnum.“ Halldór hefur að vísu áður vikið að þessu bæði beint og 5 Hér hefur fallið niður á jörðu (in terra) eftir friður. 283
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.