Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 62
Tímarit Máls og menningar
óbeint, en full þörf er á að minna oft og rækilega á þann sannleik að
íslenskir rithöfundar að fornu lifðu og hrærðust í heimi sem var gagn-
tekinn af kaþólskri heimsskoðun. Þetta hefur Hermann Pálsson reynd-
ar einnig ámálgað í ritgerðum sínum. En þeir sem aldir eru upp við
lútherskt kæruleysi eða afskiptaleysi, þegar undan eru skildar skírnir,
fermingar, giftingar og jarðarfarir, eiga ekki auðvelt með að gjöra sér
rétta grein fyrir ofurvaldi kaþólsku kirkjunnar yfir hug og hjarta hvers
þess manns sem henni var undirgefinn.
Halldór hefur það framyfir flesta aðra Islendinga (jafnvel aðra Norð-
urlandamenn) sem fást við að rannsaka fornbókmenntirnar, að hann
gjörþekkir hin kaþólsku viðhorf eins og þau voru á fyrsm öldum íslenskrar
kristni og eru í höfuðatriðum enn. Við það bætist víðtæk þekking á
evrópskum miðaldafræðum af lestri bóka sem hann hefur aflað sér á
ferðum sínum til viðbótar þeim sem fáanlegar era í söfnum hér heima.
En oft hefur hann komið að tómum kofanum í Landsbókasafninu, enda
verður þess vart í ritgerðum hans að hann vorkennir íslenskum fræði-
mönnum bókaleysið.
Hér hefur aðeins verið drepið á fáein þeirra atriða í íslenskri bók-
mennta- og menningarsögu, sem Halldór Laxness hefur gert að umræðu-
efni á liðnum árum. Ætlunin var ekki að gera heildarúttekt á þessum
þætti ritverka hans heldur að vekja athygli á íþrótt Halldórs á þessu
sviði. Með ritgerðunum hefur hann viljað vekja til umhugsunar um
ýmis helsra vandamál fornbókmennta og menningar, en um leið eru
þær leit skáldsins að svörum við spurningunni: hver er ég? Hvað hafa
fornritin að segja Islendingum um uppruna sinn og menningu? Hvers
virði hafa þau verið liðnum kynslóðum og hvert er gildi þeirra á líðandi
srand? Arfleifðin er okkar allra, en þeir einir njóta hennar sem leggja
rækt við hana. „II faut cultiver notre jardin“, eða með orðum Halldórs
sjálfs: maður verður að rækta garðinn sinn.
284