Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 64
Níels Hafstein
List og þrívídd
Þögn, algjör þögn. Líf, ekkert líf nema hreyfing þín á mjúku gólfinu. Þú
ert í tómi og skynjar ekkert utan líkama þíns. Og ljósið í kringum þig
er svo skært að það er myrkur.
Þú fetar þig rólega áfram með útréttar hendur, eins og blindur maður
sem bráðum vonar að hann sjái handa sinna skil. Þú reynir að tengja þetta
ástand einhverju atriði úr liðnum tíma og ákallar ímyndunarafl þitt til
andsvars þessu sviði. Og þér verður auðvitað að ósk þinni þótt þú gerir
þér varla grein fyrir hvort ímyndun þín stenst gagnrýni dómgreindarinnar.
Og þá dimmir smám saman, Ijósið dofnar, þú sérð!
En hvar ertu staddur, og hvaðan lagðir þú upp í þessa för? Og þú spyrð
áfram: Er kannski leiftursýn andartaksins blekking, tilfærsla frá meðvit-
und til djúpsálarlífsins? Eða draumur?
Þú stendur fyrir framan silfurlitan vegg sem teygir sig lengra til beggja
hliða og hærra til lofts en þú færð greint. Þú teygir fram hendurnar og
snertir vegginn með blágómunum. Hann lætur undan. Þú stígur eitt skref
áfram og silfrað efnið leggst að hörundinu líkt og vatn, fingurnir hverfa
og handleggir að öxlum. Þú þokast nær og líkaminn allur samlagast veggn-
um.
Tíminn líður. Þú heldur áfram, áfram í þessum draumi eða skáldskap.
Þú hugsar ekkert, engin tilfinning bærist með þér, þú bara ert í efninu,
eitthvað sem þú aldrei fyrr hefur verið.
En svo er þetta skyndilega liðið hjá og framundan er ný reynsla: Nýtt
svið gert úr örgrönnum ljósþráðum sem eru til skiptis lóðréttir eða lá-
réttir eða skáhallir. Þessir ljósþræðir snerta þig ekki þegar þú heldur af
stað, heldur sveigjast þeir eftir líkamsformi þínu. Þú tekur snöggt við-
bragð en þræðirnir eru sneggri og hörfa undan hreyfingu þinni.
Þá verður smá breyting: Ljósþræðirnir sem hafa nálægt þér mótast eftir
líkama þínum teygja sig í óendanlega fjarvídd með sömu lögun. Og ef þú
286