Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 66
Tímarit Mdls og menningar
hnút á kaðal og íestum hann dyggilega, tökum svo í lykkjuna og snúum
upp á. Smám saman eykst spennan í kaðlinum, við strekkjum á honum
og höldum áfram að snúa. Aður en varir verður erfitt að hemja kaðalinn,
við festum hann í spennunni og geymum þennan kraft þangað til okkur
þykir vert að slengja honum burtu.
Tímanum fylgir hreyfing, þróun og breyting hlutanna. Venjuleg högg-
mynd sem reist var á stall fyrir tvö þúsund árum hefur hrörnað í formi
og línum og máðst. Við erum ekki áhorfendur að handverki hins forna
snillings, við erum vitni að sköpun tímans eða eyðileggingu tímans.
Konan snýr sér í hring í pontunni og heldur áfram:
Ég ætla að lokum að segja ykkur litla sögu, sem sum ykkar hafa kannski
áður heyrt. Það gerðist fyrir fáum árum að velstæður náungi gerði kunn-
ingja sínum grikk. Fyrst leigði hann sér smiði og fól þeim að innrétta
herbergi í húsi sínu, og mátti ekki vitnast hvernig framkvæmdum var hag-
að. Smiðirnir tóku til óspilltra málanna og sneru öllu við: Þeir fesm mál-
verk öfug á veggina, sneru dyrunum við, skrúfuðu húsgögnin neðan á
loftið og ljósakrónuna á gólfið. Síðan límdu þeir viðeigandi skrautmuni
á borð og byrgðu alla glugga. Að þessu tilstandi loknu var kunningjanum
boðið til stofu þar sem smiðirnir voru fyrir. Eftir rabb um daginn og veg-
inn laumaði húsráðandi ólyfjan í glas kunningjans og féll brátt á hann
blundur. Þá gripu smiðirnir manninn og báru til herbergis, skildu hann
þar eftir en stóðu svo sjálfir ásamt húseiganda á gægjum. Þið getið ímynd-
að ykkur skelfingu vesalings mannsins þegar hann rankaði við sér. Það
fyrsta sem hann gerði var að grípa dauðahaldi í ljósakrónuna svo hann dytti
ekki niður!
Áheyrendur klöppuðu, konan hneigði sig lítillega og steig niður úr pont-
unni.
Hér höldum við smttar ræður, segir hún við þig, fullyrðum margt, gef-
um ýmislegt í skyn og lámm áheyrendur um restina. En nú skulum við
ganga hér um og skoða.
Þið komið inn í sal þar sem eru tölvur og menn í hvítum sloppum.
Þessir menn vinna samkvæmt forskrift, segir konan. Hér er það hin
rökrétta hugsun og kalda skynsemi sem stjórnar listinni. Formúlan er sett
í tölvu sem skilar síðan útkomunni eins og venjan er í þessari tækni. Svona
skal þetta vera! Engar tilfinningar. Allt abstrakt. Þú hefur heyrt um
vinnubrögð í tónlist þar sem einn tónn er dýpkaður þar til umhverfið
nötrar og skelfur, eða þá að hann er hækkaður uns gler bresmr. Kerfislist
288