Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 74
Tímarit Máls og menningar
Hann finnur ekki enn fyrir djúpstæðum siðgæðis-efasemdum, en hann er
enginn auli. Hann vill vita, hvort faðir hans var í raun og veru myrtur.
Hann getur ekki alls kostar treyst vofu hans, eða neinni vofu, í þeim efn-
um. Hann leitar trúverðugri vitnisburðar, og af þeim sökum stofnar hann
til sálfræðilegs prófs með því að setja á svið þann glæp sem framinn var.
Honum býður við heiminum, og þess vegna fórnar hann Ofelíu. En hann
hvikar ekki frá valdasteypu. Þó veit hann að steypa er torveld aðgerð.
Hann vegur allt með og móti. Hann er samsærismaður að eðlisfari. „Að
vera“ merkir í hans hug að hefna föður síns og ráða konunginn af dög-
um; en „að vera ekki“ merkir — að gefast upp.
Það er markvert, að Hans Reichenbach hefur komizt að mjög líkri niður-
stöðu í bók þeirri sem síðust var út gefin, áður en hann lézt, og nefnist
Gengi vísindalegrar heimspeki, þar sem hann óvænt helgar eintali Hamlets
tvær blaðsíður. Reichenbach var einn hinna fremstu nútíma ný-jákvæðis-
sinna og freistaði þess að beita forsæis-kenningunni í ýmsum greinum vís-
inda. I eintali Hamlets sér hann að orðabaki samtal milli rökhugsuðar og
stjórnmálamanns. Jafnaðar-reglunni er beitt til að réttlæta verknað. An
reynslu stríðs og eftirstríðs hefði lærður ný-jákvæðissinni aldrei ritað þessar
tvær blaðsíður.
En sú Hamlet-sýning, sem ég sá í Kraká, var ekki aðeins nútízk vegna
þess að viðfang leiksins var aðhæft vorri tíð. Hún var nútízk um sálfróða
og leikvísa kosti. Málum vindur fram við harða spennu, líkt og á sér stað
í lífinu sjálfu. Þessi sýning, svipt eintölunum miklu og allri frásögn, var
mörkuð þeim ofsa, sem einkennir deilur nú á tímum. Stjórnmál, ástir og
frami blanda saman markmiðum, viðbrögð eru hranaleg, ráðagerðir fá
skjótan framgang. I þessum Hamlet var jafnvel „almyrkvun“ stjórnmála-
fjölleikanna nú á dögum, og sárbeitt háð. Gefum Shakespeare orðið:
KONUNGUR:
Nú nú, Hamlet, hvar er Póloníus?
HAMLET:
Að kvöldmáltíð.
KONUNGUR:
Að kvöldmáltíð? Hvar?
HAMLET:
Ekki þar sem hann étur, heldur þar sem hann er étinn.
(IV, 3)
Þessi fyndni gat verið gripin úr orðaleikjum súrrealista. Hún er í sama
296