Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Qupperneq 76
Tímarit Máls og menningar
Leikgerðin segir fyrir um athafnir leikpersónanna, en lætur ósagr hvað
þeim gengur til, hvað undir niðri bærist í djúpum sálarinnar. Þetta á jafnt
við um leikhús sem lífið sjálft.
Leynifélag er að búast til aðgerða. Samin hefur verið nákvæm áætlun
um stað og stund og leið til undankomu. Þá er að skipa í hlutverkin. Þú
stendur á þessu götuhorni og lyftir vasaklút þegar þú sérð gráa bílinn. Þú
ferð til Z. og flytur kassa með handsprengjum í húsið nr. 12. Þú átt að
skjóta í átt V. og komast undan í átt M. Verkefnum hefur verið úthlutað,
hlutverkin kennd. Jafnvel sagt fyrir um látbragð. En kvöldið áður hafði
pilturinn, sem á að skjóta í átt N., kannski verið að lesa Rimbaud eða
drekka vodka, eða hvorttveggja. Kannski er hann ungur heimspekingur,
eða bara dekurbarn. Stúlkan, sem á að flytja sprengjurnar, kann að vera
í vandræðum út af ástamálum, ellegar hún er gleðikona, eða jafnvel hvort-
tveggja. Dagskránni verður ekki breytt af þeim sökum. Leikgerðin stendur
óhögguð.
Hamlet má skilgreina á ýmsan veg: sem sögulegan annál, sem hroll-
vekju, eða sem heimspekilegt leikverk. Þetta yrðu að líkindum þrír og
þrenns konar leikir, enda þótt Shakespeare hafi samið þá alla. En ef skil-
greiningin er rétt, þá verður gerð allra leikjanna þriggja hin sama. Nema
hverju sinni er ný Ofelía, nýr Hamlet, eða Laertes. Hlutverkin eru hin
sömu, en skipuð ýmsum leikurum. Lítum á leikgerðina. Þegar öllu er á
botninn hvolft, hefur Shakespeare ritað, eða öllu heldur endurritað, gamla
leikgerð, og hlutverkin í henni. En hann deildi ekki út hlutverkunum.
Það hefur verið gert að nýju með hverri kynslóð. Hver kynslóð á sína eigin
Póloníusa, Fortinbrasa, Hamleta og Ofelíur. Aður en þau koma fram á
sviðið, þurfa þau að fara í búningsherbergi. En ekki er vert þau tefji þar
of lengi. Kannski er sett upp gífurleg hárkolla, rakað burt yfirskegg, eða
límdur á hökutoppur, íklæðzt aðfellu eftir miðalda-tísku, eða bærons-
skikkju brugðið um herðar; og hvort sem leikið er í brynju eða lafafrakka,
skiptir allt þetta raunar litlu máli, að því tilskildu, að gervið sé ekki ýkt;
því andlitin verða að hafa nútíma-svip. Annars væri sýndur grímuleikur
í staðinn fyrir Hamlet.
Bertold Brecht segir í riti sínu Smámunir um leikhús:
... I leikhúsi skyldi þess jafnan minnzt, hvað samtímanum hentar. Tökum
sem dæmi hinn gamla leik Hamlet. Með hliðsjón af þeirri myrku skálmöld,
þegar þetta er ritað, af glæpum valdastéttanna, og örvæntingu mannlegrar
skynsemi, má rekja söguþráð þessa leikrits á þennan veg: Það eru stríðs-
298